„Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast“ Hjörtur Hjartarson skrifar 10. maí 2015 13:58 Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann. Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann.
Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
„Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24
Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42