Íslenski boltinn

Kane: Viljum komast í Evrópudeildina og vinna hana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segir liðið ætla að ná Evrópudeildarsæti á leiktíðinni.

Meistaradeildardraumar Spurs eru úr sögunni eftir 3-0 tap gegn Stoke á laugardaginn, en Evrópudeildin er enn inn í myndinni.

„Við viljum vinna titla og Evrópudeildin er deild sem við getum unnið,“ sagði Kane við blaðamenn.

Kane fann sig vel í Evrópudeildinni í ár, en hann skoraði sjö mörk í ferðalögum Tottenham til Tyrklands, Grikklands, Serbíu og Ítalíu.

„Við ætlum að vinna síðustu tvo leikina í deildinni til að komast í Evrópudeildina. Þá fáum við fleiri leiki sem er mikilvægt til að spila liðið betur saman,“ segir Kane.

„Það gefur okkur meiri reynslu í Evrópu að spila í Evrópudeildinni og hjálpar okkur vonandi að komast í Meistaradeildina. Allir í kringum félagið vilja komast í Evrópudeildina,“ segir Harry Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×