Nóg til af kjöti: „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 10:42 Jón Björnsson forstjóri Festar. vísir „Staðan er bara ágæt, það er til nóg af kjöti,“ segir Jón Björnsson forstjóri Festar í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Festi er eigandi verslana Kaupáss sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Verkfall dýralækna hefur skapað vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. „Þetta á ekki við um allt kjöt. Það er t.d. ekki til ferskur kjúklingur. Það er aftur á móti til lambakjöt, svínakjöt, kalkúnn, endur, nautakjöt og svo eitthvað af frosnum kjúkling. Það er til nóg af lambakjöti, svínakjöti og ýmsu fuglakjöti. Með tíð og tíma mun fara tæmast í nautakjöti og kjúklingi. Við sveltum ekki neitt. Það er t.d. til nóg af fiski.“ Jón segir að lambakjötsala hafi aukist eftir að dýralæknar fóru í verkfall. „Þetta er hræðilegt ástand fyrir svínabændur og kjúklingaræktendur að lenda í því að þeir hafi ekki stjórn á sínu eigin fyrirtæki vegna þess að þeir geta ekki losað sig við framleiðslu sína. Síðan þegar þeir geta það, þá væntanlega eiga þeir svo mikið að þeir þurfa að losa það hratt út og þá yfirleitt lækkar verð. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þá.“ Hann segir að Íslendingar þurfi samt ekki að óttast framhaldið. „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi og þar frameftir. Það verða kannski einhverjar tegundir sem detta út.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
„Staðan er bara ágæt, það er til nóg af kjöti,“ segir Jón Björnsson forstjóri Festar í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Festi er eigandi verslana Kaupáss sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Verkfall dýralækna hefur skapað vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. „Þetta á ekki við um allt kjöt. Það er t.d. ekki til ferskur kjúklingur. Það er aftur á móti til lambakjöt, svínakjöt, kalkúnn, endur, nautakjöt og svo eitthvað af frosnum kjúkling. Það er til nóg af lambakjöti, svínakjöti og ýmsu fuglakjöti. Með tíð og tíma mun fara tæmast í nautakjöti og kjúklingi. Við sveltum ekki neitt. Það er t.d. til nóg af fiski.“ Jón segir að lambakjötsala hafi aukist eftir að dýralæknar fóru í verkfall. „Þetta er hræðilegt ástand fyrir svínabændur og kjúklingaræktendur að lenda í því að þeir hafi ekki stjórn á sínu eigin fyrirtæki vegna þess að þeir geta ekki losað sig við framleiðslu sína. Síðan þegar þeir geta það, þá væntanlega eiga þeir svo mikið að þeir þurfa að losa það hratt út og þá yfirleitt lækkar verð. Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þá.“ Hann segir að Íslendingar þurfi samt ekki að óttast framhaldið. „Það verður alveg hægt að grilla um næstu helgi og þar frameftir. Það verða kannski einhverjar tegundir sem detta út.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Mikið slátrað á næstunni Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. 8. maí 2015 18:23
Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33
Neyðarástand á svínabúum landsins Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu. 7. maí 2015 07:00