Erlent

Fundu brak þyrlu Bandaríkjahers í Nepal

Atli Ísleifsson skrifar
Jarðskjálftarnir í Nepal í apríl og maí hafa leikið landið grátt.
Jarðskjálftarnir í Nepal í apríl og maí hafa leikið landið grátt. Vísir/AFP
Brak þyrlu Bandaríkjahers sem hvarf í Nepal á þriðjudaginn er fundið í hlíðum fjalls austur af höfuðborginni Katmandú.

Búið er að finna lík þriggja sem voru um borð, en sex bandarískir og tveir nepalskir hermenn flugu í þyrlunni þegar hún hvarf.

Talsmaður Nepalshers segir brakið hafa fundist í Gorthali í 3.400 metra hæð. CNN greinir frá þessu.

Þyrlan var af gerðinni UH-1 og var notuð við hjálparstörf vegna jarðskjálftanna í landinu síðustu vikurnar.

Um þrjú hundruð Bandaríkjamenn eru nú við hjálparstörf í Nepal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×