Enski boltinn

Sjáðu fljótustu þrennu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mané, framherji Southampton, bætti í dag met Robbie Fowler, en Mané skoraði fljótustu þrennu í sögu ensku úrvalsdeildinnar.

Mané skoraði sitt fyrsta mark á þrettándu mínútu, það næsta á fjórtándu og það þriðja og síðasta á sextándu mínútu.

Það tók Mané einungis tvær mínútur og 56 sekúndur samtals að skora mörkin þrjú sem er lyginni líkast.

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, átti metið, en hann skoraði þrennu gegn Arsenal í ágúst 1994 á fjórum mínútum og 33 sekúnudum.

Staðan í hálfleik er 5-1 fyrir Southampton, en Shane Long bætti við tveimur mörkum áður en Christian Benteke klóraði í bakkann fyrir Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×