Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. maí 2015 11:15 Sigurður, Grímur, Sturla og Theódór fyrir frumsýningu myndarinnar. vísir/getty „Hver hefði trúað því að kvikmynd sem fjallar um kindur gæti fengið þig til að gráta?“ Á þessum orðum hefst fimm stjörnu dómur Ninu Hudson hjá The Upcoming um Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í Cannes á föstudaginn. Það er rétt að taka fram að viljirðu horfa á myndina og vita sem minnst um söguþráðinn er rétt að láta yfirferð Vísis á dómum annarra miðla nægja. Myndin fjallar um bræðurna Gumma og Kidda, leikna af Theódóri Júlíussyni og Sigurði Sigurjónssyni, sem hafa ekki talað saman í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum neyðast þeir til að taka þráðinn upp til að bjarga því sem stendur þeim næst.Theódór Júlíussonvísir/gettyÍ dómi The Upcoming segir enn fremur að frammistaða Sigurðar og Theódórs í hlutverkum sínum tryggi strax að áhorfandinn tengist þeim og tengingunni vaxi ásmegin eftir því sem líður á myndina. Söguþráðurinn sé góður og frábær tónlist Atla Örvarssonar töfrar fram miklar tilfinningar sem sitja í manni lengi eftir að síðasti rammi myndarinnar hverfur af skjánum. Framan af myndinni er frammistaða Sigurðar Sigurjónssonar mun betri en Theódórs segir í grein Hollywood Reporter. Þegar líður á myndina tekur persóna Theódórs miklum breytingum og á endanum fær hann einnig mikið lof fyrir sína frammistöðu. Kvikmyndinni hefur verið hampað fyrir að færa sig án áreynslu milli mismunandi stefna. Eina stundina er hún kómísk, þá næstu gnæfir melankólía yfir öllu þó stutt sé í léttleikann. Þetta gerir hún án þess að tapa stefnu segir í dómi Flix.gr. „Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá endar myndin á einni fallegustu og mest hreyfandi senu sem sést hefur í kvikmyndum í langan tíma,“ segir í niðurlagi dómsins.Sigurður Sigurjónssonvísir/gettyKvikmyndataka Sturlu Brandth Grovlen er tekin fyrir í dómi The Seventh Row. Þar segir að íslenska landslagið fái ávallt að njóta sín þó það sé aldrei gert að aðalatriði. Á einhvern undarlegan hátt takist honum, og Grím leikstjóra, á köflum að skjóta myndina, sem fjallar um kindur, líkt og um spennumynd væri að ræða. Í dómi Variety er komið inn á leikmyndina og búninga. Bjarni Sigurbjörnsson sá um leikmyndina og segir í dómnum að þó hún láti hluti oft líta út fyrir að vera óbreytta frá 1940 þá nái smáatriðin að upplýsa mjög um hvaða persónu söguhetjurnar hafi að geyma. Margrét Einarsdóttir hafði yfirumsjón með búningamálum og er nefnt að lúnar lopapeysurnar og tötralegar buxurnar segi mikið til um menn sem ekki búa með konum. Cannes hátíðinni lýkur um helgina og að henni lokinni verður Hrútar tekin til sýningar hér á landi. Hún verður forsýnd í Bárðardal þar sem hún var tekin upp áður en hún ratar í önnur kvikmyndahús á landinu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15 Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Hver hefði trúað því að kvikmynd sem fjallar um kindur gæti fengið þig til að gráta?“ Á þessum orðum hefst fimm stjörnu dómur Ninu Hudson hjá The Upcoming um Hrúta, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í Cannes á föstudaginn. Það er rétt að taka fram að viljirðu horfa á myndina og vita sem minnst um söguþráðinn er rétt að láta yfirferð Vísis á dómum annarra miðla nægja. Myndin fjallar um bræðurna Gumma og Kidda, leikna af Theódóri Júlíussyni og Sigurði Sigurjónssyni, sem hafa ekki talað saman í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum neyðast þeir til að taka þráðinn upp til að bjarga því sem stendur þeim næst.Theódór Júlíussonvísir/gettyÍ dómi The Upcoming segir enn fremur að frammistaða Sigurðar og Theódórs í hlutverkum sínum tryggi strax að áhorfandinn tengist þeim og tengingunni vaxi ásmegin eftir því sem líður á myndina. Söguþráðurinn sé góður og frábær tónlist Atla Örvarssonar töfrar fram miklar tilfinningar sem sitja í manni lengi eftir að síðasti rammi myndarinnar hverfur af skjánum. Framan af myndinni er frammistaða Sigurðar Sigurjónssonar mun betri en Theódórs segir í grein Hollywood Reporter. Þegar líður á myndina tekur persóna Theódórs miklum breytingum og á endanum fær hann einnig mikið lof fyrir sína frammistöðu. Kvikmyndinni hefur verið hampað fyrir að færa sig án áreynslu milli mismunandi stefna. Eina stundina er hún kómísk, þá næstu gnæfir melankólía yfir öllu þó stutt sé í léttleikann. Þetta gerir hún án þess að tapa stefnu segir í dómi Flix.gr. „Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá endar myndin á einni fallegustu og mest hreyfandi senu sem sést hefur í kvikmyndum í langan tíma,“ segir í niðurlagi dómsins.Sigurður Sigurjónssonvísir/gettyKvikmyndataka Sturlu Brandth Grovlen er tekin fyrir í dómi The Seventh Row. Þar segir að íslenska landslagið fái ávallt að njóta sín þó það sé aldrei gert að aðalatriði. Á einhvern undarlegan hátt takist honum, og Grím leikstjóra, á köflum að skjóta myndina, sem fjallar um kindur, líkt og um spennumynd væri að ræða. Í dómi Variety er komið inn á leikmyndina og búninga. Bjarni Sigurbjörnsson sá um leikmyndina og segir í dómnum að þó hún láti hluti oft líta út fyrir að vera óbreytta frá 1940 þá nái smáatriðin að upplýsa mjög um hvaða persónu söguhetjurnar hafi að geyma. Margrét Einarsdóttir hafði yfirumsjón með búningamálum og er nefnt að lúnar lopapeysurnar og tötralegar buxurnar segi mikið til um menn sem ekki búa með konum. Cannes hátíðinni lýkur um helgina og að henni lokinni verður Hrútar tekin til sýningar hér á landi. Hún verður forsýnd í Bárðardal þar sem hún var tekin upp áður en hún ratar í önnur kvikmyndahús á landinu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15 Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Hrútar verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem hefst eftir viku. 6. maí 2015 12:15
Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00
„Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07