Vallarstjóri Fylkis: Völlurinn er rosalega viðkvæmur Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2015 13:30 Fylkismenn hefja leik í Pepsi-deildinni á viðkvæmum velli sínum gegn Breiðabliki á morgun klukkan 19.15. vísir/daníel „Við verðum að spila á morgun. Það er ekkert annað í boði,“ segir Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvelli, í samtali við Vísi. Fylkismenn fengu fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni gegn Breiðabliki frestað frá sunnudegi til fimmtudags við litla hrifningu Blika. „Við sjáum dagamun á vellinum núna. Hann er samt ekki í sínu besta formi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Guðmann.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Vallarstjórinn hefur áhyggjur vegna fjögurra heimaleikja sem liðið spilar á sex dögum í Pepsi-deild karla og kvenna um miðjan maí. Karlaliðið mætir ÍBV og KR 17. og 20. maí og kvennalið Fylkis á heimaleiki gegn Selfossi og Stjörnunni 14. og 19. maí. „Þessi heimaleikjatörn er hluti ástæðunnar fyrir því að við báðum um frestun. Við vildum ekki fara í þessa leiki með völlinn lélegan. Við vorum ekkert að fresta bara til þess að fresta,“ segir Guðmann.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum Guðmann og starfslið hans hafa sandað, vökvað og slóðað völlinn undanfarna daga en ekki notað yfirbreiðslu þó það hafi verið rætt. „Það er ágætis hiti hérna á daginn en hann fer niður í mínus fjórar til fimm á nóttunni. Hér er 2-3 gráðum kaldara en vestur í bæ til dæmis. Völlurinn er rosa viðkvæmur,“ segir Guðmann. „Við tökum bara því sem kemur úr þessu og reynum að gera gott úr því. Það er búið að gera það sem hægt er og nú verður bara spilað. Umtalið um leikinn hefur verið svo mikið að ég vonast nú bara eftir fullri stúku,“ segir Guðmann Hauksson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Ásmundur Arnarsson segir að það hafi verið vilji þjálfara og leikmanna Fylkis að spila gegn Breiðabliki á morgun. Að fresta leiknum til fimmtudags hafi verið millilending sem enginn sé í raun fyllilega sáttur við. 2. maí 2015 07:00 Leikur Fylkis og Breiðabliks færður til fimmtudags Völlurinn ekki klár í Árbænum og því báðu Fylkismenn um frestun sem mótanefnd KSÍ samþykkti. 30. apríl 2015 15:33 Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Við verðum að spila á morgun. Það er ekkert annað í boði,“ segir Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvelli, í samtali við Vísi. Fylkismenn fengu fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni gegn Breiðabliki frestað frá sunnudegi til fimmtudags við litla hrifningu Blika. „Við sjáum dagamun á vellinum núna. Hann er samt ekki í sínu besta formi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Guðmann.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Vallarstjórinn hefur áhyggjur vegna fjögurra heimaleikja sem liðið spilar á sex dögum í Pepsi-deild karla og kvenna um miðjan maí. Karlaliðið mætir ÍBV og KR 17. og 20. maí og kvennalið Fylkis á heimaleiki gegn Selfossi og Stjörnunni 14. og 19. maí. „Þessi heimaleikjatörn er hluti ástæðunnar fyrir því að við báðum um frestun. Við vildum ekki fara í þessa leiki með völlinn lélegan. Við vorum ekkert að fresta bara til þess að fresta,“ segir Guðmann.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum Guðmann og starfslið hans hafa sandað, vökvað og slóðað völlinn undanfarna daga en ekki notað yfirbreiðslu þó það hafi verið rætt. „Það er ágætis hiti hérna á daginn en hann fer niður í mínus fjórar til fimm á nóttunni. Hér er 2-3 gráðum kaldara en vestur í bæ til dæmis. Völlurinn er rosa viðkvæmur,“ segir Guðmann. „Við tökum bara því sem kemur úr þessu og reynum að gera gott úr því. Það er búið að gera það sem hægt er og nú verður bara spilað. Umtalið um leikinn hefur verið svo mikið að ég vonast nú bara eftir fullri stúku,“ segir Guðmann Hauksson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Ásmundur Arnarsson segir að það hafi verið vilji þjálfara og leikmanna Fylkis að spila gegn Breiðabliki á morgun. Að fresta leiknum til fimmtudags hafi verið millilending sem enginn sé í raun fyllilega sáttur við. 2. maí 2015 07:00 Leikur Fylkis og Breiðabliks færður til fimmtudags Völlurinn ekki klár í Árbænum og því báðu Fylkismenn um frestun sem mótanefnd KSÍ samþykkti. 30. apríl 2015 15:33 Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Ásmundur Arnarsson segir að það hafi verið vilji þjálfara og leikmanna Fylkis að spila gegn Breiðabliki á morgun. Að fresta leiknum til fimmtudags hafi verið millilending sem enginn sé í raun fyllilega sáttur við. 2. maí 2015 07:00
Leikur Fylkis og Breiðabliks færður til fimmtudags Völlurinn ekki klár í Árbænum og því báðu Fylkismenn um frestun sem mótanefnd KSÍ samþykkti. 30. apríl 2015 15:33
Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00