Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. apríl 2015 22:02 Árna hefur verið stefnt vegna fótbrotsins. Vísir/Valli Lárus Óskarsson fasteignasali hefur stefnt Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni eftir að hann fótbrotnaði í steggjun sem fram fór hjá Mjölni. Hann fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahringnum. Lárus segir að fresta hafi þurft brúðkaupin vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin fjallaði um málið í dag en í samtali við Vísi segir Lárus málið sé höfðað til viðurkenningar á miskabótaábyrgð Árna og Mjölnis. „Þetta mál sem er höfðað er viðurkenningarmál, það er að segja að það sé viðurkennt að þeir séu skaðabótaskyldir út af þessu tjóni,“ segir hann.Setti daglegt líf úr skorðum „Þetta varð valdur af því að ég þurfi að fresta brúðkaupinu mínu. Þetta hafði líka mikil áhrif á vinnuna mína og daglegt líf, eðlilega þegar búið er að setja í mann skrúfur og nagla til að tjasla saman á manni fætinum,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi.“ Lárus segir að atvikið hafa haft mikil áhrif. „Það er fullt af líkamlegum hreyfingum sem maður á ekki möguleika á að gera og hamlar manni í daglegu lífi,“ segir hann. Enn er ekki komið í ljós hvort Lárus hafi hlotið varanlega skaða. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta grær og hvort ég geti losnað við þessar skrúfur. Ég er bara með mjög mikið af skrúfum og dóti til að halda þessu öllu saman.“Fótbrotnaði á fyrstu tveimur mínútunum Atvikið átti sér stað fljótlega eftir að komið var í Mjölnishúsið. Árni tók á móti hópnum og fór svo með Lárus inn í hringinn. „Frá því að ég stend fyrir utan þetta búr og þangað til ég ligg fótbrotinn eru ekki nema tvær mínútur. Þetta gerist ansi hratt,“ segir hann. Eftir að Lárus var kominn í gólfið hélt steggjunin áfram. „Hann spyr þá hvort þeir vilji ekki eiga á myndbandi þegar hann er að gera eitthvert hengingartak á mér. Ég ligg þarna áfram, búinn að liggja allan tímann, og hann fer á bak við mig og setur eitthvað hengingartak á mig,“ segir Lárus.Eins og hluti af þeirra starfsemi „Þegar strákarnir voru að falast eftir þessu þá sagði formaðurinn þarna að þetta væri mjög algengt, að það væri beðið um þetta. Að þeir gerðu þetta oft,“ segir Lárus sem ekki bara hefur stefnt Árna heldur bardagaklúbbnum Mjölni líka. „Það var ekki annað að sjá en að þetta væri hluti af þeirra starfsemi,“ segir hann. Lárus segir að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta sinn sem hann stígur inn í bardagahring. Ekki náðist í Árna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Lárus Óskarsson fasteignasali hefur stefnt Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni eftir að hann fótbrotnaði í steggjun sem fram fór hjá Mjölni. Hann fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahringnum. Lárus segir að fresta hafi þurft brúðkaupin vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin fjallaði um málið í dag en í samtali við Vísi segir Lárus málið sé höfðað til viðurkenningar á miskabótaábyrgð Árna og Mjölnis. „Þetta mál sem er höfðað er viðurkenningarmál, það er að segja að það sé viðurkennt að þeir séu skaðabótaskyldir út af þessu tjóni,“ segir hann.Setti daglegt líf úr skorðum „Þetta varð valdur af því að ég þurfi að fresta brúðkaupinu mínu. Þetta hafði líka mikil áhrif á vinnuna mína og daglegt líf, eðlilega þegar búið er að setja í mann skrúfur og nagla til að tjasla saman á manni fætinum,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi.“ Lárus segir að atvikið hafa haft mikil áhrif. „Það er fullt af líkamlegum hreyfingum sem maður á ekki möguleika á að gera og hamlar manni í daglegu lífi,“ segir hann. Enn er ekki komið í ljós hvort Lárus hafi hlotið varanlega skaða. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta grær og hvort ég geti losnað við þessar skrúfur. Ég er bara með mjög mikið af skrúfum og dóti til að halda þessu öllu saman.“Fótbrotnaði á fyrstu tveimur mínútunum Atvikið átti sér stað fljótlega eftir að komið var í Mjölnishúsið. Árni tók á móti hópnum og fór svo með Lárus inn í hringinn. „Frá því að ég stend fyrir utan þetta búr og þangað til ég ligg fótbrotinn eru ekki nema tvær mínútur. Þetta gerist ansi hratt,“ segir hann. Eftir að Lárus var kominn í gólfið hélt steggjunin áfram. „Hann spyr þá hvort þeir vilji ekki eiga á myndbandi þegar hann er að gera eitthvert hengingartak á mér. Ég ligg þarna áfram, búinn að liggja allan tímann, og hann fer á bak við mig og setur eitthvað hengingartak á mig,“ segir Lárus.Eins og hluti af þeirra starfsemi „Þegar strákarnir voru að falast eftir þessu þá sagði formaðurinn þarna að þetta væri mjög algengt, að það væri beðið um þetta. Að þeir gerðu þetta oft,“ segir Lárus sem ekki bara hefur stefnt Árna heldur bardagaklúbbnum Mjölni líka. „Það var ekki annað að sjá en að þetta væri hluti af þeirra starfsemi,“ segir hann. Lárus segir að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta sinn sem hann stígur inn í bardagahring. Ekki náðist í Árna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira