Dagur: Borgin innan heimilda á Hlíðarenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2015 12:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 365/Arnþór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir það hafa verið með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir við Hlíðarenda. Þetta kemur fram í bréfi hennar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en frá þessu er greint í Kjarnanum. Hún segir að flugbraut 06/24, eða neyðarbrautinni eins og hún er oft kölluð, verði ekki lokað meðan niðurstöður Rögnunefndar svokölluðu um könnun á flugvallarkostum liggi ekki fyrir. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda hinn 14. apríl og eru þær undanfari uppbyggingar íbúðahverfis á svæðinu en gert er ráð fyrir að 800-850 íbúðir rísi á svæðinu á næstu sex árum. „Þetta eru undirbúningsframkvæmdir sem eru vegna byggingarreita utan við fluglínu. Þannig að þær varða út af fyrir sig ekki völlinn til eða frá,“ segir Dagur B. Eggertsson. Ólöf Nordal innanríkisráðherravisir/valliReykjavíkurborg fer með skipulagsvald á þessu svæði og er innan fullra heimilda við veitingu framkvæmdaleyfis, ekki satt. Er það ekki efnislega það sem mun koma fram í svörum borgarinnar til ráðherra? „Borgin er bæði bundin af lögum og gildandi skipulagi og þeim samningum sem gerðir hafa verið um svæðið. Það á líka við um ráðuneytið. Þetta bréf varðar skipulagsreglur um flugvöllinn sem hefðu átt að taka breytingum samhliða breytingum á deiliskipulagi sem unnið var í nánu samráði við ráðuneytið. Samningar kveða skýrt á um það. Þó okkur sé ljóst að það hafi tafist hjá ráðuneytinu að breyta skipulagsreglum þá hljótum við að gera ráð fyrir því að það verði gert.“ Bréf innanríkisráðherra verður lagt fyrir borgarráð í vikunni. „Þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar eru utan fluglínu. Það er hins vegar ágætt að fá þetta bréf til þess að upplýsa um þessa þætti málsins og eyða óvissu,“ segir Dagur. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir það hafa verið með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir við Hlíðarenda. Þetta kemur fram í bréfi hennar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en frá þessu er greint í Kjarnanum. Hún segir að flugbraut 06/24, eða neyðarbrautinni eins og hún er oft kölluð, verði ekki lokað meðan niðurstöður Rögnunefndar svokölluðu um könnun á flugvallarkostum liggi ekki fyrir. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda hinn 14. apríl og eru þær undanfari uppbyggingar íbúðahverfis á svæðinu en gert er ráð fyrir að 800-850 íbúðir rísi á svæðinu á næstu sex árum. „Þetta eru undirbúningsframkvæmdir sem eru vegna byggingarreita utan við fluglínu. Þannig að þær varða út af fyrir sig ekki völlinn til eða frá,“ segir Dagur B. Eggertsson. Ólöf Nordal innanríkisráðherravisir/valliReykjavíkurborg fer með skipulagsvald á þessu svæði og er innan fullra heimilda við veitingu framkvæmdaleyfis, ekki satt. Er það ekki efnislega það sem mun koma fram í svörum borgarinnar til ráðherra? „Borgin er bæði bundin af lögum og gildandi skipulagi og þeim samningum sem gerðir hafa verið um svæðið. Það á líka við um ráðuneytið. Þetta bréf varðar skipulagsreglur um flugvöllinn sem hefðu átt að taka breytingum samhliða breytingum á deiliskipulagi sem unnið var í nánu samráði við ráðuneytið. Samningar kveða skýrt á um það. Þó okkur sé ljóst að það hafi tafist hjá ráðuneytinu að breyta skipulagsreglum þá hljótum við að gera ráð fyrir því að það verði gert.“ Bréf innanríkisráðherra verður lagt fyrir borgarráð í vikunni. „Þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar eru utan fluglínu. Það er hins vegar ágætt að fá þetta bréf til þess að upplýsa um þessa þætti málsins og eyða óvissu,“ segir Dagur.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira