Össur segir Bjarna undirbúa einkavinavæðingu í bankakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 10:33 Össur lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en nú er honum beinlínis brugðið; límið í ástlausu hjónabandi ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um einkavinavæðingu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira