Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2015 13:41 Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða. Vísir/VAlli Hollenskar mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa gert tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka á mánudagsmorgun. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið þær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins og sætir hann einnig gæsluvarðhaldi. Verða þau í gæsluvarðhaldi til 15. apríl.Sjá einnig:Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að sinni þar sem málið sé á viðkvæmu rannsóknarstigi en samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að náin samvinna Tollstjóra, lögreglustjórans á Suðurnesjum, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol hafi skilað þeim árangri sem þarna náðist í baráttunni gegn smygli á fíkniefnum til landsins. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Allar líkur eru á því að hér á landi sé viðamikil amfetamínframleiðsla. Lögreglan leggur hald á umtalsvert minna magn af efninu síðustu ár en neyslan er hin sama. 9. apríl 2015 07:30 Á Austurlandi öllu sinna ekki nema fjórir tollverðir og gamall hundur eftirliti með smygli Varnir gegn fíkniefnainnflutningi eru veikar á Austurlandi. Fjórir tollverðir vakta hafnir frá Mjóafirði suður á Djúpavog. Skipaumferð er allan sólarhringinn. Ferðum Norrænu hefur fjölgað vegna aukins fjölda ferðamanna. 10. apríl 2015 07:00 Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Hollenskar mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa gert tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Um eitt stærsta fíkniefnamál í lengri tíma hér á landi er að ræða. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka á mánudagsmorgun. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið þær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins og sætir hann einnig gæsluvarðhaldi. Verða þau í gæsluvarðhaldi til 15. apríl.Sjá einnig:Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að sinni þar sem málið sé á viðkvæmu rannsóknarstigi en samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að náin samvinna Tollstjóra, lögreglustjórans á Suðurnesjum, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol hafi skilað þeim árangri sem þarna náðist í baráttunni gegn smygli á fíkniefnum til landsins.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Allar líkur eru á því að hér á landi sé viðamikil amfetamínframleiðsla. Lögreglan leggur hald á umtalsvert minna magn af efninu síðustu ár en neyslan er hin sama. 9. apríl 2015 07:30 Á Austurlandi öllu sinna ekki nema fjórir tollverðir og gamall hundur eftirliti með smygli Varnir gegn fíkniefnainnflutningi eru veikar á Austurlandi. Fjórir tollverðir vakta hafnir frá Mjóafirði suður á Djúpavog. Skipaumferð er allan sólarhringinn. Ferðum Norrænu hefur fjölgað vegna aukins fjölda ferðamanna. 10. apríl 2015 07:00 Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Allar líkur eru á því að hér á landi sé viðamikil amfetamínframleiðsla. Lögreglan leggur hald á umtalsvert minna magn af efninu síðustu ár en neyslan er hin sama. 9. apríl 2015 07:30
Á Austurlandi öllu sinna ekki nema fjórir tollverðir og gamall hundur eftirliti með smygli Varnir gegn fíkniefnainnflutningi eru veikar á Austurlandi. Fjórir tollverðir vakta hafnir frá Mjóafirði suður á Djúpavog. Skipaumferð er allan sólarhringinn. Ferðum Norrænu hefur fjölgað vegna aukins fjölda ferðamanna. 10. apríl 2015 07:00
Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15