Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:30 Lögreglan leggur hald á lítið af amfetamíni. Líklegt er að eftirspurn sé annað með framleiðslu hér á landi. Nordicphotos/Getty Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15