Innlent

Tveir slösuðust í tólf bíla árekstri

Björgunarsveit frá Hólmavík aðstoðaði erlenda ferðamenn á Steingrímsfjarðarheiði.
Björgunarsveit frá Hólmavík aðstoðaði erlenda ferðamenn á Steingrímsfjarðarheiði. Vísir/Vilhelm
Búið er að sækja alla tólf bílana upp á Holtavörðuheiði, sem lentu þar í árekstri síðdegis í gær í mikilli blindu og skafrenningi. Nokkrir þeirra eru óökufærir og þurfti að nota kranabíla við að fjarlægja þá. Tveir karlmenn slösuðust, en þó ekki lífshættulega. Með ólíkindum þykir að ekki skuli hafa farið verr, þegar stórum flutningabíl var ekið á nokkurri ferð inn í þvöguna á veginum.

Þá var björgunarsveit frá Hólmavík kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða tvo erlenda ferðamenn sem sátu fastir í bíl sínum á Steingrímsfjarðarheiði. Fólkið gat gefið nákvæma lýsingu á því hvar það var statt og gekk leiðangurinn vel. Djúp snjógöng eru víða á heiðinni og verður hún því fljótt ófær ef snjó hreyfir eitthvað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×