Erlent

Köstuðu flóttamönnum útbyrðis

Samúel Karl Ólason skrifar
Á innan við viku hefur um tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af bátum og skipum á miðjarðarhafinu.
Á innan við viku hefur um tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af bátum og skipum á miðjarðarhafinu. Vísir/afp
Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið fimmtán flóttamenn sem sagðir eru hafa kastað tólf öðrum útbyrðis á leiðinni til Ítalíu. Um er að ræða múslíma frá Afríku sem köstuðu kristnum Afríkumönnum útbyrðis eftir að til átaka kom.

Vitni sem voru einnig um borð í bátnum sögðu yfirvöldum frá atvikinu eftir að þeim hafði verið bjargað og voru komin í land á Ítalíu. Þetta kemur fram á vef Sky News.

Á innan við viku hefur um tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af bátum og skipum á miðjarðarhafinu.

Flóttamaður sem Sky ræddi við segir að þúsundir bíði í Líbýu eftir betra veðri svo þeir geti reynt að komast til Evrópu. Hann segir að þar sé komið fram við flóttafólkið eins og dýr. Þau séu lamin og öllum þeirra peningum stolið. Mörg hver hafa þau ferðast um mjög langa vegalengd.

„Manneskjur eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta. Ég þakka guði fyrir að við lifðum þetta af. Margir vina minna á öðrum bátum gerðu það ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×