Ríkisstjórnin vanrækir eigin Evrópustefnu Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 21:43 Ný samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna vanrækslu við innleiðingu tilskipana sýnir að ríkisstjórnin fylgir ekki eigin Evrópustefnu. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að vísa tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur látið undir höfuð leggjast að innleiða tilskipun um réttindi neytenda í landsrétt sinn og tilskipun um endurheimt bensíngufu. Auk þessara tveggja mála gegn Íslandi ákvað ESA í dag að vísa einu samningsbrotamáli gegn Liechtenstein til EFTA-dómstólsins en stofnunin greindi frá þessu á vef sínum í dag. Bæði Ísland og Liechtenstein hafa látið undir höfuð leggjast að innleiða tilskipun um réttindi neytenda í landsrétt sinn. Tilskipunin er milvægur hluti af umfangsmiklum reglum sem er ætlað að tryggja rétt neytenda hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og stuðla þannig að virkum innri markaði. Ríkjunum bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. febrúar 2014. Hitt samningsbrotamálið gegn Íslandi snýr að því að íslenska ríkið hefur ekki heldur innleitt tilskipun um endurheimt bensíngufu. Markmiðið með tilskipuninni er að bæta loftgæði með því að draga úr losun bensíngufu út í andrúmsloftið. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. febrúar 2014. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli áhendur EFTA-ríki.vÁður hafði Ísland verið upplýst um afstöðu ESA og gefinn kostur á að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf. Það var hins vegar ekki gert. Þegar þessi tvö samningsbrotamál bætast við hefur ESA höfðað ellefu samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu vegna tafa á innleiðingu EES-reglna á aðeins einu ári. Þessi vinnubrögð eru algjörlega á skjön við Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem var birt og kynnt opinberlega hinn 11. mars í fyrra en þar segir orðrétt að „ á árinu 2014 verði upptöku gerða í EES-samninginn hraðað umtalsvert“ Þar segir jafnframt: „Eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli EES gerða orðinn undir 1%.“ og „á sama tíma verði ekkert dómsmál fyrir EFTA dómstólnum vegna skorts áinnleiðingu EES gerða.“ Í ljósi tíðinda dagsins er ljóst að ríkisstjórnin er órafjarri því að ná þessum markmiðum. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ný samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna vanrækslu við innleiðingu tilskipana sýnir að ríkisstjórnin fylgir ekki eigin Evrópustefnu. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að vísa tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur látið undir höfuð leggjast að innleiða tilskipun um réttindi neytenda í landsrétt sinn og tilskipun um endurheimt bensíngufu. Auk þessara tveggja mála gegn Íslandi ákvað ESA í dag að vísa einu samningsbrotamáli gegn Liechtenstein til EFTA-dómstólsins en stofnunin greindi frá þessu á vef sínum í dag. Bæði Ísland og Liechtenstein hafa látið undir höfuð leggjast að innleiða tilskipun um réttindi neytenda í landsrétt sinn. Tilskipunin er milvægur hluti af umfangsmiklum reglum sem er ætlað að tryggja rétt neytenda hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og stuðla þannig að virkum innri markaði. Ríkjunum bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. febrúar 2014. Hitt samningsbrotamálið gegn Íslandi snýr að því að íslenska ríkið hefur ekki heldur innleitt tilskipun um endurheimt bensíngufu. Markmiðið með tilskipuninni er að bæta loftgæði með því að draga úr losun bensíngufu út í andrúmsloftið. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. febrúar 2014. Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli áhendur EFTA-ríki.vÁður hafði Ísland verið upplýst um afstöðu ESA og gefinn kostur á að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf. Það var hins vegar ekki gert. Þegar þessi tvö samningsbrotamál bætast við hefur ESA höfðað ellefu samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu vegna tafa á innleiðingu EES-reglna á aðeins einu ári. Þessi vinnubrögð eru algjörlega á skjön við Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem var birt og kynnt opinberlega hinn 11. mars í fyrra en þar segir orðrétt að „ á árinu 2014 verði upptöku gerða í EES-samninginn hraðað umtalsvert“ Þar segir jafnframt: „Eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli EES gerða orðinn undir 1%.“ og „á sama tíma verði ekkert dómsmál fyrir EFTA dómstólnum vegna skorts áinnleiðingu EES gerða.“ Í ljósi tíðinda dagsins er ljóst að ríkisstjórnin er órafjarri því að ná þessum markmiðum.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira