Innlent

Ferðamenn í lífshættulegum aðstæðum: "Manni varð virkilega brugðið“

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/skjáskot
Betur fór en á horfðist þegar ferðamenn virtu viðvörunarskilti við Kirkjufjöru skammt frá Vík í Mýrdal að vettugi í morgun. Ferðamennirnir óðu út í fjöruna þrátt fyrir viðvaranir um að lífshættulegt geti verið að fara nærri sjónum.

Þrjú viðvörunarskilti eru við Kirkjufjöru. Þar kemur fram að sjávarstraumur sé sterkur og öldur ófyrirsjáanlegar. Þá sé jafnframt hætta á grjóthruni úr klettum og eru viðvörunarorðin rituð á fjórum tungumálum.

Viðvörunarorðin eru rituð á fjórum tungumálum.mynd/ómar lind
Ómar Lind Tryggvason náði athæfinu á myndband. Hann segir að sér hafði verið brugðið þegar hann sá ferðamennina, því hefði eitthvað komið fyrir væri ekki hlaupið að því að bjarga þeim.

„Við vorum á útsýnispallinum við fjöruna ásamt fullt af öðru fólki til þess að fylgjast með sólmyrkvanum. Ég leit svo niður og sá túristana og manni varð virkilega brugðið,“ segir Ómar í samtali við Vísi.

„Ég fór niður til þeirra og sá að þau voru skelkuð. Þau voru blaut alveg upp að mitti, einn upp að brjósti. Myndavélin þeirra var blaut og hugsanlega ónýt,“ segir bætir hann við.

Myndbandið sem Ómar tók má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×