Enski boltinn

Manchester United með besta innbyrðis árangurinn á milli efstu fimm liðanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United á eftir þrjá leiki gegn bestu liðunum.
Manchester United á eftir þrjá leiki gegn bestu liðunum. vísir/getty
Sky Sports News birti áhugaverða stigatöflu í gær þar sem innbyrðis árangur efstu fimm liða ensku úrvalsdeildarinnar er tekinn fyrir.

Það kemur kannski einhverjum á óvart að Manchester United, sem er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, er með bestan árangur á milli toppliðanna fimm. Það hefur innbyrt tíu stig í fimm leikjum.

Lærisveinar Louis van Gaal eru búnir að vinna Liverpool tvívegis og Arsenal einu sinni á útivelli, en gera jafntefli við Chelsea heimavelli og tapa fyrir Manchester City á útivelli.

Chelsea og Manchester City koma næst á eftir Manchester United með níu stig, en Englandsmeistararnir eru búnir að spila sjö leiki af átta gegn hinum liðunum fjórum og ná því mest tólf stigum í þessari innbyrðis töflu.

Arsenal og Liverpool reka lestina; Skytturnar með fimm stig eftir fimm leiki og Liverpool aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Brendan Rodgers og hans menn munu aðeins ná í mesta lagi tíu stigum úr átta leikjum gegn fjórum bestu liðum deildarinnar.

Arsenal og Liverpool mætast einmitt á laugardaginn í hádeginu í næsta stórleik milli toppliðanna. Bæði lið eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti þó Liverpool sé í öllu verri málum eftir tap gegn United á sunnudaginn og með tvo leikmenn líklega í banni.

Leikirnir sem toppliðin eiga eftir:

Chelsea:

Stoke (h)

QPR (ú)

Manchester United (h)

Arsenal (ú)

Leicester (ú)

Crystal Palace (h)

Liverpool (h)

West Brom (ú)

Sunderland (h)

Manchester City:

Crystal Palace (ú)

Manchester United (ú)

West Ham (h)

Aston Villa (h)

Tottenham (ú)

QPR (h)

Swansea (ú)

Southampton (h)

Arsenal:

Liverpool (h)

Burnley (ú)

Sunderland (h)

Chelsea (h)

Hull (ú)

Swansea (h)

Manchester United (ú)

West Brom (h)

Manchester United:

Aston Villa (ú)

Manchester City (h)

Chelsea (ú)

Everton (ú)

West Brom (h)

Crystal Palace (ú)

Arsenal (h)

Hull (ú)

Liverpool:

Arsenal (ú)

Newcastle (h)

Hull (ú)

West Brom (ú)

QPR (h)

Chelsea (ú)

Crystal Palace (h)

Stoke (ú)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×