Enski boltinn

Skrtel verður að svara í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool-maðurinn Martin Skrtel verður að sannfæra aganefnd enska knattspyrnusambandsins að hann traðkaði ekki viljandi á David de Gea, markverði Manchester United, í leik liðanna um helgina.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins og eins og sést á meðfylgjandi myndbandi stígur Skrtel á De Gea.

Dómari leiksins, Martin Atkinson, tók ekki eftir því en fyrr í leiknum hafði hann rekið Steven Gerrard af velli fyrir að traðka á Ander Herrea.

Þar sem hann hefur nú staðfest að hann sá ekki atvikið gat aganefndin tekið málið upp og ákvað hún að kæra Skrtel.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hélt því fram eftir leik að um óviljaverk hafi verið að ræða í tilfelli Skrtel sem hann segir að hafa verið að reyna að ná til boltans þegar atvikið átti sér stað.

Ef Skrtel verður dæmdur í bann missir hann af deildarleikjum Liverpool gegn Arsenal og Newcastle sem og bikarleik gegn Blackburn.

Hann verður að svara fyrir sig fyrir klukkan 18.00 í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×