Íslenski boltinn

Sjáðu móður Kristjáns Flóka skrifa undir fyrir hans hönd

Hörður Magnússon skrifar
FH hefur tryggt sér þjónustu knattspyrnumannsins Kristjáns Flóka Finnbogasonar frá FC Kaupmannahöfn næstu þrjú árin.

Kristján Flóki er uppalinn í FH en fór til FC Kaupmannahafnar fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið tvo leiki í Pepsideildinni.

Móðir hans, Svana Huld Linnet, skrifaði undir fyrir hönd son sinn síðdegis í dag en drengurinn er með 21 árs landsliðinu í Rúmeníu.

Kópavogsliðið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem ítrekað var að Breiðablik og FC Kaupmannahöfn hefðu náð samkomulagi sem og umboðsmaður fyrir hönd leikmannsins.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá skrifaði Kristján Flóki aldrei undir samninginn þrátt fyrir fullyrðingar Breiðabliks.

„Ég veit ekki með þessa fréttatilkynningu en augljóslega fór hún of fljótt í loftið. Það er í þessu eins og svo mörgu öðru að á einhverjum tímapunkti snýst honum hugur og gerir það sem að samviska hans, dýpst niðri, bauð," segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.




Tengdar fréttir

Arnar Grétars: Ég er ekkert hoppandi kátur

"Hvað á maður að segja?," voru fyrstu viðbrögð þjálfara Breiðabliks, Arnars Grétarssonar, við því að Kristján Flóki Finnbogason væri búinn að semja við FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×