Íslenski boltinn

Blikar náðu samkomulagi í gegnum umboðsmann Kristjáns

Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason. mynd/fck.dk
Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu vegna mála Kristjáns Flóka Finnbogasonar.

Blikar tilkynntu á dögunum að félagið væri búið að skrifa undir samning við félagið en hann fékk sig lausan frá félagi sínu, FCK.

Tíðindin komu talsvert á óvart enda er Kristján Flóki uppalinn FH-ingur.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur málið svo flækst enda hafi leikmaðurinn fengið bakþanka og viljað fara í FH. Fram kemur í tilkynningu Blika að búið hafi verið að ná samkomulagi við leikmanninn en leikmaðurinn virðist þó ekki hafa verið búinn að skrifa formlega undir samning við félagið.

Fréttatilkynning Blika:

Í ljósi fréttaflutnings af málefnum Kristjáns Flóka og Breiðabliks vill Knattspyrnudeild Breiðabliks koma eftirfarandi á framfæri:

„Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert samkomulag við Kristján Flóka gegnum umboðsmann hans sem kom fram fyrir hans hönd við samningagerðina. Jafnframt hafa Breiðablik og FC Köbenhavn gert samkomulag sín á milli um félagaskipti leikmannsins.

Þá voru félagaskipti leikmannsins tilkynnt opinberlega af báðum félögum með vitund og samþykki leikmannsins og umboðsmanns hans“.

Knattspyrnudeild Breiðabliks


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×