Innlent

Hótel beðin um hjálp við að bera kennsl á látnu konuna

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan leitaði í gær vísbendinga við strandlengjuna við Sæbraut til að freista þess að bera kennsl á lík konunnar.
Lögreglan leitaði í gær vísbendinga við strandlengjuna við Sæbraut til að freista þess að bera kennsl á lík konunnar. Vísir/Stefán
Enn hefur ekki tekist að bera kennsla á konuna sem fannst látin í sjónum við Sólfarið við Sæbraut á þriðjudaginn. Konan Konan er um 165 sm á hæð, u.þ.b. 80 kg og með ljóst, stutt hár. Hún var með gyllt armband á vinstri úlnlið, áberandi ör á rist á hægra fæti og einnig áberandi ör á vinstra hné.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mögulegt sé að konan hafi verið erlendur ferðamaður og því eru eigendur gististaða beðnir sérstaklega um að hafa þetta í huga.

Lögreglan leitaði í gær vísbendinga við strandlengjuna við Sæbraut til að freista þess að bera kennsl á lík konunnar.

Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×