Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við rannsókn á líkfundinum

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sást sveima yfir Laugarnestanga í morgun.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sást sveima yfir Laugarnestanga í morgun. map.is
Þyrla Landhelgisgæslunnar sást sveima yfir Laugarnestanga í morgun en að sögn Landhelgisgæslunnar var hún notuð til að aðstoða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og neitaði að tjá sig frekar um aðgerðina.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið þyrlu Landhelgisgæslunnar til að aðstoða sig við rannsókn á líkfundinum við Sæbraut.

Líkt og greint var frá í gær fannst kona látin í sjónum við skammt frá útilistaverkinu Sólfarið við Sæbraut. Var konan í kringum sextugt en talið var að hún hafi látist á síðasta sólarhring.

Var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun til að reyna að finna staði þar sem konan gæti hafa farið í sjóinn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×