Erlent

Björk segir ríkisstjórnina vitfirrta og vill hana frá völdum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Björk segist vilja aðra byltingu.
Björk segist vilja aðra byltingu.
Björk Guðmundsdóttir söngkona vill aðra byltingu á Íslandi og vonast til að með henni verði hægt að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Hún segir ríkisstjórnina vitfirrta sem geri allt hræðilega rangt.

Björk var til viðtals í breska blaðinu Guardian. Aðspurð hvort rétt sé að Íslendingar hafi leyst vel úr bankakreppunni, segir hún svo ekki vera, og rifjar upp búsáhaldabyltinguna og tímana fyrir hrun.

„Við sendum einhverja pólitíkusa í fangelsi. Fólk stóð fyrir utan þinghúsið og barði í potta og pönnur og kom ríkisstjórninni frá völdum. Það var gott. Vinstri stjórnin eyddi síðan fjórum árum í að hreinsa upp óreiðuna en þá hafði mikið af fólki tapað öllum sínum pening og heimilum sínum,“ sagði Björk í viðtalinu.

„Síðan komst hægrisinnaði bændaflokkurinn við völd vegna þess að hann lofaði að þurrka burt skuldir allra, sem þeir auðvitað geta ekki gert. Þetta er vitfirrt ríkisstjórn sem gerir allt hræðilega rangt. Hlutirnir eru orðnir eins og fyrir bankahrun en fimm sinnum verri. Allar breytingarnar sem vinstri stjórnin gerði - og ég er ekki að segja að ég sé vinstrisinnuð, hvorki vinstri né hægri – þeir hafa á fimm mínútum tekist að snúa hlutunum við og einkavætt allt,“ bætti Björk við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×