Eiður Smári snýr aftur í landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2015 10:30 Eiður Smári gengur af velli eftir leikinn í Zagreb í nóvember 2013. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins í fótbolta frá upphafi, snýr aftur í íslenska liðið þegar það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars.Click here for an English version Eiður Smári verður í hópnum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, kynna á föstudaginn, samkvæmt heimildum Vísis. Búið er að sækja um vegabréfsáritun fyrir Eið Smára, samkvæmt heimildum Vísis, sem spilar sinn 79. landsleik komi hann við sögu í Astana. Eiður Smári spilaði síðast fyrir Ísland á móti Króatíu í Zagreb í seinni leik umspilsins fyrir HM 2014. Eftir leik sagði hann í viðtali við RÚV að hann teldi líklegt að þetta hefði verið sinn síðasti landsleikur. Þegar leikdagur rennur upp í Astana 28. mars verða því 494 dagar frá því að Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Eiður Smári hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá sínu gamla félagi Bolton í ensku B-deildinni í vetur. Hann hefur komið frábærlega inn í liðið þar og spilað 17 leiki í deild og þrjá bikarleiki og skorað í heildina fjögur mörk. Endurkoma Eiðs er góðs viti fyrir íslenska liðið sem er í ákveðinni framherjakrísu. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur, Alfreð Finnbogason spilar lítið með Real Sociedad á Spáni og þá er tímabilið ekki hafið í Noregi þar sem Jón Daði Böðvarsson spilar með Viking Stavanger. Ísland er í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 með níu stig eftir þrjá sigra og eitt tap gegn Tékklandi. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins í fótbolta frá upphafi, snýr aftur í íslenska liðið þegar það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars.Click here for an English version Eiður Smári verður í hópnum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, kynna á föstudaginn, samkvæmt heimildum Vísis. Búið er að sækja um vegabréfsáritun fyrir Eið Smára, samkvæmt heimildum Vísis, sem spilar sinn 79. landsleik komi hann við sögu í Astana. Eiður Smári spilaði síðast fyrir Ísland á móti Króatíu í Zagreb í seinni leik umspilsins fyrir HM 2014. Eftir leik sagði hann í viðtali við RÚV að hann teldi líklegt að þetta hefði verið sinn síðasti landsleikur. Þegar leikdagur rennur upp í Astana 28. mars verða því 494 dagar frá því að Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Eiður Smári hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá sínu gamla félagi Bolton í ensku B-deildinni í vetur. Hann hefur komið frábærlega inn í liðið þar og spilað 17 leiki í deild og þrjá bikarleiki og skorað í heildina fjögur mörk. Endurkoma Eiðs er góðs viti fyrir íslenska liðið sem er í ákveðinni framherjakrísu. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur, Alfreð Finnbogason spilar lítið með Real Sociedad á Spáni og þá er tímabilið ekki hafið í Noregi þar sem Jón Daði Böðvarsson spilar með Viking Stavanger. Ísland er í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 með níu stig eftir þrjá sigra og eitt tap gegn Tékklandi.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira