Ferðamenn í óveðursferðir: „Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2015 07:35 Hér má sjá ferðamenn í einskonar óveðursferð. myndir/facebooksíða Stormhike Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira