Innlent

Götur borgarinnar hættulegar fyrir mótorhjólamenn: „Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Njáll Gunnlaugsson er vélhjólakennari.
Njáll Gunnlaugsson er vélhjólakennari. vísir/pjetur
„Þetta er beinlínis lífshættulegt fyrir okkur, þó þetta sé vissulega slæmt fyrir þá sem aka um á bifreiðum,“ segir Njáll Gunnlaugsson, vélhjólakennari, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hann ræddi um akstursskilyrði vélhjólamanna í borginni.Götur borgarinnar eru margar hverjar illa farnar eftir veðurfarið á landinu undanfarna mánuði.Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu.Sjá einnig: Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt

„Þessar holur eru bara allstaðar núna, ekki bara á umferðaþungum götum. Sem betur fer eru frekar fá mótorhjól komin út á göturnar núna. Ég þekki einn sem hefur hjólað allan veturinn. Það er ákveðið vandamál hversu litlum peningum er eytt í þetta blessaða gatnakerfi. Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu og fara sinna þessum hlutum.“Sjá einnig: Göturnar grotna niður

Njáll segir það vera næsta skref að kenna nemendum sínum að sveigja í kringum holur í staðinn fyrir keilur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.