Samningur iðnaðarráðherra við Matorku gæti fallið um sjálfan sig Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 13:50 Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira