Samningur iðnaðarráðherra við Matorku gæti fallið um sjálfan sig Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 13:50 Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira