Samningur iðnaðarráðherra við Matorku gæti fallið um sjálfan sig Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 13:50 Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Ekki er útilokað að atvinnuveganefnd geri breytingar á frumvarpi um ívilnanir við fyrirtæki. Það gæti orðið til þess að ekkert verði að nýgerðum samningi iðnaðarráðherra við Matorku um ívilnanir upp á rúmar 700 milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði hinn 20. febrúar undir samning við Matorku um ívilnanir vegna bleikjueldis í kjördæmi ráðherrans á Reykjanesi. Samningurinn felur í sér alls kyns skatta- og gjaldaafslætti sem og styrk til þjálfunar starfsfólks og gæti að lokum hljóðað upp á rúmar 700 milljónir króna. Matorka er að hluta í eigu ættingja fjármálaráðherra, feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar sem einnig komu að kaupum á Borgun af Landsbankanum nýlega í lokuðu ferli. Atvinnuveganefnd hefur nú til lokaafgreiðslu fyrir þriðju umræðu frumvarp um almennar ívilnanir við fyrirtæki. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður er einn eigenda Matorku, en hann kom fyrir atvinnuveganefnd í október til að leggja mat á frumvarpið og situr í laganefnd Lögmannafélags Íslands sem skilaði inn áliti á frumvarpinu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þetta ekki heppilega stöðu. „Nú veit ég ekkert um það hvort hann hefur gert Lögmannafélaginu og þeim sem starfa með honum þar grein fyrir stöðu sinni í þessu máli. Það er aknnski aðalatriðið að þeir hafi þá vitað af því að hann á ákveðinna hagsmuna að gæta gagnvart þessari löggjöf,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Þá hefði ekki verið óeðlilegt að hann greindi atvinnuveganefnd frá stöðu sinni. Iðnaðarráðherra gerir samninginn við Matorku með fyrirvara um að frumvarpið sem nú er fyrir atvinnuveganefnd verði samþykkt. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar í gær að þessi samningur gæti skekkt mjög samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi. En önnur fyrirtæki, sem væru með um 65 prósent af heimsmarkaðnum, hefðu ekki fengið ívilnanir sem þessar. Jón tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst að að þurfi að skoða það sérstaklega vegna þeirra aðstæðna sem hér eru. Vegna þess fámennis sem hér er að slíkir hlutir séu ekki til þess valdandi að geta skekkt verulega samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Jón. Atvinnuveganefnd hafi því ákveðið að skoða málið betur og aðlaga löggjöfina að þeim aðstæðum sem ríki á Íslandi. Það geti því farið svo að samningur iðnaðarráðherra við Matorku falli um sjálfan sig. „Það er ekkert útilokað að við þessa skoðun komumst við að einhverri slíkri niðurstöðu. En við erum núna í málsmeðferðinni. Þetta hefur vakið upp þessar siðferðilegu spurningar og mér finnst fullt tilefni til að skoða það nánar,“ segir Jón.Alla vega hefur þessi vitneskja sem nú er komin fyrir nefndina orðið þess valdandi að málinu mun seinka eitthvað út úr atvinnuveganefnd?„Já, ég hef ákveðið það að málið verður ekki afgreitt frá okkur áður en við erum búin að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira