Erlent

Clinton notaði einungis einkatölvupóst í ráðherratíð sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Hillary Clinton gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2013.
Hillary Clinton gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2013. Vísir/AFP
Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að Hillary Clinton hafi útvegað ráðuneytinu afrit af tölvupóstum sínum frá tíð sinni sem utanríkisráðherra.

Talsmaður ráðuneytisins greindi frá þessu í kjölfar fréttar New York Times um að Clinton hafi einungis notast við einkatölvupóst sinn í starfi sínu sem ráðherra og hafi þar með mögulega brotið reglur um að tölvupóstar ráðherrar skuli varðveittir.

New York Times greindi frá því að Clinton hafi aldrei notað vinnutölvupóst sinn á þeim fjórum árum sem hún starfaði í utanríkisráðuneytinu. Aðstoðarmenn hennar hafi auk þess ekki sóst eftir því að tölvupóstarnir yrðu vistaðir á netþjónum ríkisstjórnarinnar, líkt og alríkislög gera ráð fyrir.

Fastlega er búist við að Clinton bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×