ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2015 10:03 Zinzinohópurinn fæst við sölu heilsuvarnings, þar sem selt er beinni sölu og hafa sölumenn verið varaðir við fjölmiðlum. Víst er að umfjöllun Kastljóssins í gær, og fréttaflutningur vefmiðlanna í kjölfar hennar, hafa valdið verulegu uppnámi meðal þeirra sem stunda óhefðbundnar lækningar. Dæmi eru um að sendar hafi verið út viðvaranir til þeirra sem vinna við slíkt. Þannig er til á Facebook hópur sem kallast Team Iceland, en þar ráða ráðum sínum þeir sem kenndir eru við Zinzino. Hópurinn selur hverskyns heilsuvörur, og svo kaffivélar. Zinzino Balance-vörunar eru sagðar geta breytt fitusýrujafnvægi líkamans með einföldum hætti. Samsetning Zinzino Balance er byggt á fiski- og ólífuolíu sem líkaminn fær omega-3 úr og með því tvenns konar fitusýrur (EPA og DHA) sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur heldur verður að fá með mat. „Við erum mjög stolt af því að geta boðið þér þessa einstöku afurðir okkar, Zinzino Balance vörurnar, og vonum að þú kunnir að meta þær,“ segir í kynningu. Zinzino hópurinn styðst sölukerfi þar sem selt er í beinni sölu. Sá sem stjórnar hópnum, Ásgeir Halldórsson, hefur sent út tilkynningu þar sem hann varar við því að fjölmiðlar séu nú að skoða vinnubrögð sölufólks sem selja hverskonar „heilsuvörur“. Hann segir að ZinZino þoli alla skoðun en ýmislegt beri að hafa í huga, til að fólk persónulega þoli skoðun. Ekki má lofa því að allir verði ríkir á svona viðskiptum, því þetta sé viðskiptatækifæri en ekki lottó og alls ekki megi lofa fólki lækningu við sjúkdómum eða fullyrða neitt um heilbrigði annað en stendur í opinberu kynningarefni.Tilkynningin til sölufólks er svohljóðandi:AF GEFNU TILEFNI - MIKILVÆGTNú er greinilega í gangi einhver skoðun fjölmiðla á vinnubrögðum sölufólks sem selja hverskonar "heilsuvörur". Það sem Zinzino er að gera þolir alla skoðun (og hefur verið skoðað og fengið grænt ljós) en partnerar VERÐA að hafa eftirfarandi 4 hluti í huga til að þeir persónulega þoli skoðun:1. Eingöngu má nota opinbert kynningarefni Zinzino (nýjasta og óbreytt).2. Ekki má lofa fólki lækningu á sjúkdómum eða fullyrða neitt um heilbrigði annað en stendur í opinberu kynningarefni.3. Ekki má LOFA að allir verði ríkir á svona viðskiptum (þetta er viðskiptatækifæri ekki lottó).4. Eina ráðgjöfin/upplýsingarnar um heilsuvörurnar sem við megum nota koma frá Zinzino, BioActive Foods og Dr. Paul Clayton, engum öðrum.Ég hef engar áhyggjur af Zinzino eða partnerum í Team Iceland með þetta, ég veit að Crown partnerarnir eru að Duplicata góða hluti í teymunum sínum, en Crownin geta ekki verið allstaðar, þannig EF þið sjáið/heyrið/vitið af einhverjum sem er ekki að ganga beinu brautina í þessu, endilega leiðréttið þá viðkomandi STRAX áður en hann skemmir fyrir öllum hinum. Ef viðkomandi lætur sér ekki segjast STRAX, vinsamlega látið mig þá vita svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. ...Uppfært 15:15 Í fyrri útgáfu var vísað til þess að Zinzino hópurinn styðst við sama sölukerfi og margir þekkja hjá þeim sem selja Herbalive; einskonar píramídakerfi þar sem selt er í beinni sölu. Vísi hefur borist athugasemd að sölukerfi Herbalive sé ekki píramídakerfi og hverfur þetta nú verið lagfært. Tengdar fréttir Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja Krabbameinslæknir segir óhefðbundnar lækningar geta haft milliverkanir fyrir læknismeðferðir og ófyrirsjáanlegar aukaverkanir. Dæmi eru um að skaði hafi hlotist af fyrir sjúklinga, bæði líkamlegur og fjárhagslegur. 4. mars 2015 07:30 Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson segist ekki hafa verið að reyna að selja MND-sjúklingi lækningu. 3. mars 2015 22:55 Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Víst er að umfjöllun Kastljóssins í gær, og fréttaflutningur vefmiðlanna í kjölfar hennar, hafa valdið verulegu uppnámi meðal þeirra sem stunda óhefðbundnar lækningar. Dæmi eru um að sendar hafi verið út viðvaranir til þeirra sem vinna við slíkt. Þannig er til á Facebook hópur sem kallast Team Iceland, en þar ráða ráðum sínum þeir sem kenndir eru við Zinzino. Hópurinn selur hverskyns heilsuvörur, og svo kaffivélar. Zinzino Balance-vörunar eru sagðar geta breytt fitusýrujafnvægi líkamans með einföldum hætti. Samsetning Zinzino Balance er byggt á fiski- og ólífuolíu sem líkaminn fær omega-3 úr og með því tvenns konar fitusýrur (EPA og DHA) sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur heldur verður að fá með mat. „Við erum mjög stolt af því að geta boðið þér þessa einstöku afurðir okkar, Zinzino Balance vörurnar, og vonum að þú kunnir að meta þær,“ segir í kynningu. Zinzino hópurinn styðst sölukerfi þar sem selt er í beinni sölu. Sá sem stjórnar hópnum, Ásgeir Halldórsson, hefur sent út tilkynningu þar sem hann varar við því að fjölmiðlar séu nú að skoða vinnubrögð sölufólks sem selja hverskonar „heilsuvörur“. Hann segir að ZinZino þoli alla skoðun en ýmislegt beri að hafa í huga, til að fólk persónulega þoli skoðun. Ekki má lofa því að allir verði ríkir á svona viðskiptum, því þetta sé viðskiptatækifæri en ekki lottó og alls ekki megi lofa fólki lækningu við sjúkdómum eða fullyrða neitt um heilbrigði annað en stendur í opinberu kynningarefni.Tilkynningin til sölufólks er svohljóðandi:AF GEFNU TILEFNI - MIKILVÆGTNú er greinilega í gangi einhver skoðun fjölmiðla á vinnubrögðum sölufólks sem selja hverskonar "heilsuvörur". Það sem Zinzino er að gera þolir alla skoðun (og hefur verið skoðað og fengið grænt ljós) en partnerar VERÐA að hafa eftirfarandi 4 hluti í huga til að þeir persónulega þoli skoðun:1. Eingöngu má nota opinbert kynningarefni Zinzino (nýjasta og óbreytt).2. Ekki má lofa fólki lækningu á sjúkdómum eða fullyrða neitt um heilbrigði annað en stendur í opinberu kynningarefni.3. Ekki má LOFA að allir verði ríkir á svona viðskiptum (þetta er viðskiptatækifæri ekki lottó).4. Eina ráðgjöfin/upplýsingarnar um heilsuvörurnar sem við megum nota koma frá Zinzino, BioActive Foods og Dr. Paul Clayton, engum öðrum.Ég hef engar áhyggjur af Zinzino eða partnerum í Team Iceland með þetta, ég veit að Crown partnerarnir eru að Duplicata góða hluti í teymunum sínum, en Crownin geta ekki verið allstaðar, þannig EF þið sjáið/heyrið/vitið af einhverjum sem er ekki að ganga beinu brautina í þessu, endilega leiðréttið þá viðkomandi STRAX áður en hann skemmir fyrir öllum hinum. Ef viðkomandi lætur sér ekki segjast STRAX, vinsamlega látið mig þá vita svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. ...Uppfært 15:15 Í fyrri útgáfu var vísað til þess að Zinzino hópurinn styðst við sama sölukerfi og margir þekkja hjá þeim sem selja Herbalive; einskonar píramídakerfi þar sem selt er í beinni sölu. Vísi hefur borist athugasemd að sölukerfi Herbalive sé ekki píramídakerfi og hverfur þetta nú verið lagfært.
Tengdar fréttir Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja Krabbameinslæknir segir óhefðbundnar lækningar geta haft milliverkanir fyrir læknismeðferðir og ófyrirsjáanlegar aukaverkanir. Dæmi eru um að skaði hafi hlotist af fyrir sjúklinga, bæði líkamlegur og fjárhagslegur. 4. mars 2015 07:30 Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson segist ekki hafa verið að reyna að selja MND-sjúklingi lækningu. 3. mars 2015 22:55 Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja Krabbameinslæknir segir óhefðbundnar lækningar geta haft milliverkanir fyrir læknismeðferðir og ófyrirsjáanlegar aukaverkanir. Dæmi eru um að skaði hafi hlotist af fyrir sjúklinga, bæði líkamlegur og fjárhagslegur. 4. mars 2015 07:30
Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson segist ekki hafa verið að reyna að selja MND-sjúklingi lækningu. 3. mars 2015 22:55
Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26