Segir veturinn langt frá því kaldan og á von á kaldari vetrum næstu ár Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2015 10:21 Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir þennan vetur langt frá því kaldan. Hins vegar hafa sunnan- og suðvestanáttir gert íbúum á Suður- og Vesturlandi lífið leitt. Vísir/Haraldur/Pjetur Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49
Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59
Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07