Keown: Ég hata ekki United en spilamennska liðsins er ömurleg Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 09:00 Martin Keown keypti sér enga velvild hjá Untied-mönnum með þessu. vísir/getty Eins og aðrir sparkspekingar í Bretlandi hefur Martin Keown, fyrrverandi varnarmaður gullaldarliðs Arsenal, verið duglegur að gagnrýna Manchester United. Þrátt fyrir að lærisveinar Louis van Gaal séu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar hefur fótboltinn sem liðið spilar verið harðlega gagnrýndur og sumir stjörnuleikmenn liðsins réttilega sagðir vera að spila langt undir getu. Keown svarar reglulega spurningum um ensku úrvalsdeildina á vefsíðu Daily Mail, en um daginn fóru hann og Jamie Redknapp yfir sex atriði sem eru að hjá Manchester United. Keown hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, sérstaklega ekki eftir atvikið á Old Trafford í apríl 2003 þegar Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Miðvörðurinn var þá fljótur til að stökkva á hollenska framherjann, slá hann í öxlina og öskra framan í hann. Var það eitt af fjölmörgum atvikum sem komu upp á milli þessara erkifjenda á þeim tíma.United-liðið er í þriðja sæti þrátt fyrir alla gagnrýnina.vísir/gettyKeown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær og þar vildi einn stuðningsmaður Manchester United vita hvort hann hataði United. Keown átti að hafa verið svo harðorður í garð Van Gaal eftir bikarsigurinn á Preston. „Það er algjört kjaftæði,“ segir Keown. „Ef þú horfðir á frammistöðu liðsins þá var það langt frá því að líkjast því sem við þekkjum hjá Manchester United.“ „United hefur sjálft sett viðmiðið mjög hátt og þegar ég horfi á liðið í dag er eitthvað annað í gangi. Það virðist sem svo að stjórinn viti ekki alveg hvað hann er að gera og flæki hlutina um of.“ „Hann virðist ekki vita hvert hans besta lið sé eða hver sé besta uppstillingin. Það er pirrandi hvort sem þú heldur með Manchester United, Arsenal eða Chelsea. Maður vill að United spili eftir getu og liðið er ekki að gera það.“ „Það sem ég segi tengist því ekkert hvort ég haldi með Manchester United eða ekki. Ég er stoltur af því að vera eins hlutlaus og ég get þegar ég tala í fjölmiðlum,“ segir Keown. Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur einnig gagnrýnt spilamennsku sinna gömlu félaga og sagði um daginn fótboltann sem liðið spilar vera ömurlegan. Beðinn um að draga orð Scholes saman í eitt orð svaraði Keown: „Sammála.“ Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Eins og aðrir sparkspekingar í Bretlandi hefur Martin Keown, fyrrverandi varnarmaður gullaldarliðs Arsenal, verið duglegur að gagnrýna Manchester United. Þrátt fyrir að lærisveinar Louis van Gaal séu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar hefur fótboltinn sem liðið spilar verið harðlega gagnrýndur og sumir stjörnuleikmenn liðsins réttilega sagðir vera að spila langt undir getu. Keown svarar reglulega spurningum um ensku úrvalsdeildina á vefsíðu Daily Mail, en um daginn fóru hann og Jamie Redknapp yfir sex atriði sem eru að hjá Manchester United. Keown hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, sérstaklega ekki eftir atvikið á Old Trafford í apríl 2003 þegar Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Miðvörðurinn var þá fljótur til að stökkva á hollenska framherjann, slá hann í öxlina og öskra framan í hann. Var það eitt af fjölmörgum atvikum sem komu upp á milli þessara erkifjenda á þeim tíma.United-liðið er í þriðja sæti þrátt fyrir alla gagnrýnina.vísir/gettyKeown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær og þar vildi einn stuðningsmaður Manchester United vita hvort hann hataði United. Keown átti að hafa verið svo harðorður í garð Van Gaal eftir bikarsigurinn á Preston. „Það er algjört kjaftæði,“ segir Keown. „Ef þú horfðir á frammistöðu liðsins þá var það langt frá því að líkjast því sem við þekkjum hjá Manchester United.“ „United hefur sjálft sett viðmiðið mjög hátt og þegar ég horfi á liðið í dag er eitthvað annað í gangi. Það virðist sem svo að stjórinn viti ekki alveg hvað hann er að gera og flæki hlutina um of.“ „Hann virðist ekki vita hvert hans besta lið sé eða hver sé besta uppstillingin. Það er pirrandi hvort sem þú heldur með Manchester United, Arsenal eða Chelsea. Maður vill að United spili eftir getu og liðið er ekki að gera það.“ „Það sem ég segi tengist því ekkert hvort ég haldi með Manchester United eða ekki. Ég er stoltur af því að vera eins hlutlaus og ég get þegar ég tala í fjölmiðlum,“ segir Keown. Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur einnig gagnrýnt spilamennsku sinna gömlu félaga og sagði um daginn fótboltann sem liðið spilar vera ömurlegan. Beðinn um að draga orð Scholes saman í eitt orð svaraði Keown: „Sammála.“
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira