Keown: Ég hata ekki United en spilamennska liðsins er ömurleg Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 09:00 Martin Keown keypti sér enga velvild hjá Untied-mönnum með þessu. vísir/getty Eins og aðrir sparkspekingar í Bretlandi hefur Martin Keown, fyrrverandi varnarmaður gullaldarliðs Arsenal, verið duglegur að gagnrýna Manchester United. Þrátt fyrir að lærisveinar Louis van Gaal séu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar hefur fótboltinn sem liðið spilar verið harðlega gagnrýndur og sumir stjörnuleikmenn liðsins réttilega sagðir vera að spila langt undir getu. Keown svarar reglulega spurningum um ensku úrvalsdeildina á vefsíðu Daily Mail, en um daginn fóru hann og Jamie Redknapp yfir sex atriði sem eru að hjá Manchester United. Keown hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, sérstaklega ekki eftir atvikið á Old Trafford í apríl 2003 þegar Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Miðvörðurinn var þá fljótur til að stökkva á hollenska framherjann, slá hann í öxlina og öskra framan í hann. Var það eitt af fjölmörgum atvikum sem komu upp á milli þessara erkifjenda á þeim tíma.United-liðið er í þriðja sæti þrátt fyrir alla gagnrýnina.vísir/gettyKeown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær og þar vildi einn stuðningsmaður Manchester United vita hvort hann hataði United. Keown átti að hafa verið svo harðorður í garð Van Gaal eftir bikarsigurinn á Preston. „Það er algjört kjaftæði,“ segir Keown. „Ef þú horfðir á frammistöðu liðsins þá var það langt frá því að líkjast því sem við þekkjum hjá Manchester United.“ „United hefur sjálft sett viðmiðið mjög hátt og þegar ég horfi á liðið í dag er eitthvað annað í gangi. Það virðist sem svo að stjórinn viti ekki alveg hvað hann er að gera og flæki hlutina um of.“ „Hann virðist ekki vita hvert hans besta lið sé eða hver sé besta uppstillingin. Það er pirrandi hvort sem þú heldur með Manchester United, Arsenal eða Chelsea. Maður vill að United spili eftir getu og liðið er ekki að gera það.“ „Það sem ég segi tengist því ekkert hvort ég haldi með Manchester United eða ekki. Ég er stoltur af því að vera eins hlutlaus og ég get þegar ég tala í fjölmiðlum,“ segir Keown. Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur einnig gagnrýnt spilamennsku sinna gömlu félaga og sagði um daginn fótboltann sem liðið spilar vera ömurlegan. Beðinn um að draga orð Scholes saman í eitt orð svaraði Keown: „Sammála.“ Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Eins og aðrir sparkspekingar í Bretlandi hefur Martin Keown, fyrrverandi varnarmaður gullaldarliðs Arsenal, verið duglegur að gagnrýna Manchester United. Þrátt fyrir að lærisveinar Louis van Gaal séu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar hefur fótboltinn sem liðið spilar verið harðlega gagnrýndur og sumir stjörnuleikmenn liðsins réttilega sagðir vera að spila langt undir getu. Keown svarar reglulega spurningum um ensku úrvalsdeildina á vefsíðu Daily Mail, en um daginn fóru hann og Jamie Redknapp yfir sex atriði sem eru að hjá Manchester United. Keown hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, sérstaklega ekki eftir atvikið á Old Trafford í apríl 2003 þegar Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Miðvörðurinn var þá fljótur til að stökkva á hollenska framherjann, slá hann í öxlina og öskra framan í hann. Var það eitt af fjölmörgum atvikum sem komu upp á milli þessara erkifjenda á þeim tíma.United-liðið er í þriðja sæti þrátt fyrir alla gagnrýnina.vísir/gettyKeown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær og þar vildi einn stuðningsmaður Manchester United vita hvort hann hataði United. Keown átti að hafa verið svo harðorður í garð Van Gaal eftir bikarsigurinn á Preston. „Það er algjört kjaftæði,“ segir Keown. „Ef þú horfðir á frammistöðu liðsins þá var það langt frá því að líkjast því sem við þekkjum hjá Manchester United.“ „United hefur sjálft sett viðmiðið mjög hátt og þegar ég horfi á liðið í dag er eitthvað annað í gangi. Það virðist sem svo að stjórinn viti ekki alveg hvað hann er að gera og flæki hlutina um of.“ „Hann virðist ekki vita hvert hans besta lið sé eða hver sé besta uppstillingin. Það er pirrandi hvort sem þú heldur með Manchester United, Arsenal eða Chelsea. Maður vill að United spili eftir getu og liðið er ekki að gera það.“ „Það sem ég segi tengist því ekkert hvort ég haldi með Manchester United eða ekki. Ég er stoltur af því að vera eins hlutlaus og ég get þegar ég tala í fjölmiðlum,“ segir Keown. Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur einnig gagnrýnt spilamennsku sinna gömlu félaga og sagði um daginn fótboltann sem liðið spilar vera ömurlegan. Beðinn um að draga orð Scholes saman í eitt orð svaraði Keown: „Sammála.“
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira