Scholes gagnrýnir ömurlegan fótbolta United: Þora ekki að taka áhættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2015 08:30 Paul Scholes afrekaði mikið með Man. United. vísir/getty Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira