Tjá sig um mögulegan lækningamátt kannabisolíu: „Einfaldlega ekki byggt á neinum rökum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 12:12 „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar hann í orð Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Þar talaði hann fyrir lækningamætti kannabisolíunnar og þá sérstaklega gegn krabbameini. Þá sagði hann að olía, sem hann framleiðir, hefði læknað þúsundir manna af krabbameini, liðagigt, flogaveiki, og margt annað.Gríðarlega alvarlegt „Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð. Við getum bara afgreitt þennan mann sem mann sem getur ekki staðið við neitt sem hann segir.“ Magnús segir að vísindin viti það sem búið er að rannsaka. „Við getum ekki vitað neitt annað. Þetta er ekkert voðalega flókið, út á það ganga svona hlutir. Við vitum hvaða hlutir virka, því það er búið að sýna fram á það. Það eru ekki til ein einustu gögn sem sýna fram á það að kannabisolía hafi nokkur áhrif á framgang krabbameina í sjúklingum.“Þurfum gagnrýna hugsun Rick nefndi að hann hefði læknað þúsundir manna af allskyns sjúkdómum. Heimir Karlson, þáttastjórnandi, spurði því þá félaga hvort möguleiki sé á því að þetta virki fyrst svona margir telja sig hafa læknast. Þá svaraði Magnús: „Finnst þér líklegt, Heimir, að ef þúsundir manna hefðu læknast af krabbameini og fjölmiðlar í Kanada, þar sem hann býr, hefðu ekki greint frá því? Ef við beitum bara örlítið gagnrýna hugsun þá blasir það bara við að þegar þúsundir manna læknast af krabbameini, þá er það stórfrétt.“ Magnús segir að ef einn sjúklingur læknast af krabbameini með nýju efni er ritað um það í læknatímariti. Ef tíu læknast af krabbameini með nýju efni er það stórfrétt og hvað þá þúsundir. „Ég leyfi mér bara að spyrja, hvernig í ósköpunum á svona maður erindi í fjölmiðla?“ „Við erum að biðla til ykkur fjölmiðlamanna að hjálpa okkur að upplýsa fólk,“ segir Gunnar Bjarni.Getur verið skaðlegur málflutningur „Svona málflutningur getur verið skaðlegur og getur leitt til þess að fólk tekur inn lyf sem eru skaðleg, þessi lyf sem menn eru að taka framhjá kerfinu geta verið skaðleg. Þetta getur líka orðið til þess að fólk afþakkar hefðbundnar aðferðir, og deyr kannski fyrr en ella. Það eru alveg dæmi um það hér á landi og erlendis.“ Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabisolíu skapaðist töluverð umræða í kjölfarið af því.Sjá einnig: Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar hann í orð Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Þar talaði hann fyrir lækningamætti kannabisolíunnar og þá sérstaklega gegn krabbameini. Þá sagði hann að olía, sem hann framleiðir, hefði læknað þúsundir manna af krabbameini, liðagigt, flogaveiki, og margt annað.Gríðarlega alvarlegt „Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð. Við getum bara afgreitt þennan mann sem mann sem getur ekki staðið við neitt sem hann segir.“ Magnús segir að vísindin viti það sem búið er að rannsaka. „Við getum ekki vitað neitt annað. Þetta er ekkert voðalega flókið, út á það ganga svona hlutir. Við vitum hvaða hlutir virka, því það er búið að sýna fram á það. Það eru ekki til ein einustu gögn sem sýna fram á það að kannabisolía hafi nokkur áhrif á framgang krabbameina í sjúklingum.“Þurfum gagnrýna hugsun Rick nefndi að hann hefði læknað þúsundir manna af allskyns sjúkdómum. Heimir Karlson, þáttastjórnandi, spurði því þá félaga hvort möguleiki sé á því að þetta virki fyrst svona margir telja sig hafa læknast. Þá svaraði Magnús: „Finnst þér líklegt, Heimir, að ef þúsundir manna hefðu læknast af krabbameini og fjölmiðlar í Kanada, þar sem hann býr, hefðu ekki greint frá því? Ef við beitum bara örlítið gagnrýna hugsun þá blasir það bara við að þegar þúsundir manna læknast af krabbameini, þá er það stórfrétt.“ Magnús segir að ef einn sjúklingur læknast af krabbameini með nýju efni er ritað um það í læknatímariti. Ef tíu læknast af krabbameini með nýju efni er það stórfrétt og hvað þá þúsundir. „Ég leyfi mér bara að spyrja, hvernig í ósköpunum á svona maður erindi í fjölmiðla?“ „Við erum að biðla til ykkur fjölmiðlamanna að hjálpa okkur að upplýsa fólk,“ segir Gunnar Bjarni.Getur verið skaðlegur málflutningur „Svona málflutningur getur verið skaðlegur og getur leitt til þess að fólk tekur inn lyf sem eru skaðleg, þessi lyf sem menn eru að taka framhjá kerfinu geta verið skaðleg. Þetta getur líka orðið til þess að fólk afþakkar hefðbundnar aðferðir, og deyr kannski fyrr en ella. Það eru alveg dæmi um það hér á landi og erlendis.“ Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabisolíu skapaðist töluverð umræða í kjölfarið af því.Sjá einnig: Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku.
Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54
Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45
Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27
Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10
Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30
Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent