Ítrekað uppselt í Bláa lónið Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2015 09:48 Dagný Pétursdóttir. Bláa lónið beinir nú þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að þeir bóki komu sína með fyrirvara. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35 prósenta fjölgun á milli ára. Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða.Aldrei verið fleiri á þessum tíma ársBláa lónið er meðal þeirra áfangastaða sem er ofarlega á blaði ferðamanna, furðu hátt hlutfall erlendra ferðamanna sem hingað koma vilja fara í Bláa lónið eða í kringum 80 prósent. Greiningardeild Landsbanka spáir því að ferðamannafjöldi fari yfir milljón, sem þýðir að líklega þurfa þau í Bláa lóninu að taka á móti um 800 þúsund manns. Víst er að í Bláa lóninu hefur fólk ekki farið varhluta af þessari gríðarlegu fjölgun. Þar á bæ er litið svo á að þetta sé lúxusvandamál sem þó hefur þurft að bregðast við og lokað hefur verið fyrir það að fólk geti bara komið og mætt í Lónið án þess að eiga bókaðan aðgöngumiða. Það hefur þurft að senda tilkynningar til ferðaþjónustuaðila, að það sé uppselt. „Við höfum lengi stefnt að því að stýra fjölda heimsókna innan dagsins. Rými er fyrir 750 manns í lóninu á hverjum tíma og takmarkast það við fjölda skápaplássa í búningsklefum,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.Nýleg SnapChat-mynd frá Bláa lóninu. Þar er fullt meira og minna alla daga.MYND/ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR2200 gestir á laugardaginn síðastaHún segir að allt snúist þetta um að upplifun gesta sé með sem bestum hætti. Að þeir sem komi fái sinn griðastað í Lóninu, í rólegheitum og afslöppun og þetta þýðir að þeir sem ekki bóka miða verða að bíða eða jafnvel frá að hverfa. Því þetta er ekki þannig að fólk sé kallað uppúr eftir tiltekinn tíma. Að undanförnu hefur ítrekað verið uppselt í Bláa lóninu sem er nýlunda á þessum tíma árs. Helgarnar eru mest sóttar, en einnig hefur verið uppselt á virkum dögum. Meira að segja miðvikudagar, sem eru millidagar, þá er fólk ýmist farið af landi brott eða nýkomið, hafa verið þétt bókaðir. En, helgarnar eru best sóttar og sem dæmi mættu 2200 síðastliðinn laugardag. Sú tala telst viðráðanleg en það er háð því að dreifing sé góð yfir daginn.700 þúsund gestir í fyrra og þeim fer fjölgandiÁ síðasta ári tók Bláa lónið á móti 700 þúsund gestum. Sumarið var mjög vel sótt, en þá var ekki þessi mikla ásókn og nú er, yfir vetrarmánuðina, sem eðli máls samkvæmt helst í hendur við aukinn straum ferðamanna til ársins. „Við sjáum annað mynstur í yfir sumartímann í heimsóknum, en þær dreifast öllu jafna betur yfir daginn. Við sjáum ekki núna hvernig það lítur út varðandi bókanir fyrir þetta sumar enda er þessi aðgangsstýring tiltölulega nýfarin af stað,“ segir Dagný. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Áherslur ríkisstjórnar sagðar klárar: hún vill styrkja stóriðjuframkvæmdir en skattleggja ferðaþjónustu. 5. febrúar 2015 15:09 Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í janúar fjölgaði um 34,5%. 6. febrúar 2015 15:44 Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði. 28. janúar 2015 08:00 Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35 prósenta fjölgun á milli ára. Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða.Aldrei verið fleiri á þessum tíma ársBláa lónið er meðal þeirra áfangastaða sem er ofarlega á blaði ferðamanna, furðu hátt hlutfall erlendra ferðamanna sem hingað koma vilja fara í Bláa lónið eða í kringum 80 prósent. Greiningardeild Landsbanka spáir því að ferðamannafjöldi fari yfir milljón, sem þýðir að líklega þurfa þau í Bláa lóninu að taka á móti um 800 þúsund manns. Víst er að í Bláa lóninu hefur fólk ekki farið varhluta af þessari gríðarlegu fjölgun. Þar á bæ er litið svo á að þetta sé lúxusvandamál sem þó hefur þurft að bregðast við og lokað hefur verið fyrir það að fólk geti bara komið og mætt í Lónið án þess að eiga bókaðan aðgöngumiða. Það hefur þurft að senda tilkynningar til ferðaþjónustuaðila, að það sé uppselt. „Við höfum lengi stefnt að því að stýra fjölda heimsókna innan dagsins. Rými er fyrir 750 manns í lóninu á hverjum tíma og takmarkast það við fjölda skápaplássa í búningsklefum,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.Nýleg SnapChat-mynd frá Bláa lóninu. Þar er fullt meira og minna alla daga.MYND/ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR2200 gestir á laugardaginn síðastaHún segir að allt snúist þetta um að upplifun gesta sé með sem bestum hætti. Að þeir sem komi fái sinn griðastað í Lóninu, í rólegheitum og afslöppun og þetta þýðir að þeir sem ekki bóka miða verða að bíða eða jafnvel frá að hverfa. Því þetta er ekki þannig að fólk sé kallað uppúr eftir tiltekinn tíma. Að undanförnu hefur ítrekað verið uppselt í Bláa lóninu sem er nýlunda á þessum tíma árs. Helgarnar eru mest sóttar, en einnig hefur verið uppselt á virkum dögum. Meira að segja miðvikudagar, sem eru millidagar, þá er fólk ýmist farið af landi brott eða nýkomið, hafa verið þétt bókaðir. En, helgarnar eru best sóttar og sem dæmi mættu 2200 síðastliðinn laugardag. Sú tala telst viðráðanleg en það er háð því að dreifing sé góð yfir daginn.700 þúsund gestir í fyrra og þeim fer fjölgandiÁ síðasta ári tók Bláa lónið á móti 700 þúsund gestum. Sumarið var mjög vel sótt, en þá var ekki þessi mikla ásókn og nú er, yfir vetrarmánuðina, sem eðli máls samkvæmt helst í hendur við aukinn straum ferðamanna til ársins. „Við sjáum annað mynstur í yfir sumartímann í heimsóknum, en þær dreifast öllu jafna betur yfir daginn. Við sjáum ekki núna hvernig það lítur út varðandi bókanir fyrir þetta sumar enda er þessi aðgangsstýring tiltölulega nýfarin af stað,“ segir Dagný.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Áherslur ríkisstjórnar sagðar klárar: hún vill styrkja stóriðjuframkvæmdir en skattleggja ferðaþjónustu. 5. febrúar 2015 15:09 Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í janúar fjölgaði um 34,5%. 6. febrúar 2015 15:44 Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði. 28. janúar 2015 08:00 Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Styrkir ríkis við tvö stóriðjuverkefni er 1,1 milljarður Áherslur ríkisstjórnar sagðar klárar: hún vill styrkja stóriðjuframkvæmdir en skattleggja ferðaþjónustu. 5. febrúar 2015 15:09
Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar Erlendum ferðamönnum sem komu til landsins í janúar fjölgaði um 34,5%. 6. febrúar 2015 15:44
Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði. 28. janúar 2015 08:00
Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28
Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44