Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2015 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn í viðtali við Stöð 2 í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni í ágústmánuði 2014. Mynd/Stöð 2. „Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember í grein á bloggsíðu sinni, þegar hann útskýrði reiknilíkan um goslok í Holuhrauni. Vísindaráð almannavarna lýsti því yfir í morgun að eldgosinu væri lokið. Spá Haraldur hefur því ræst og gat vart verið nákvæmari. Haraldur setti fyrst fram kenningu sína í bloggi þann 11. október að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Fyrsti útreikningur hans í október gerði ráð fyrir goslokum í mars 2015 en mánuði síðar talaði Haraldur um „goslok í lok febrúar eða byrjun mars“, með þessum fyrirvara: „En það eru margir þættir, sem geta haft áhrif á kvikurennslið þegar dregur úr kraftinum, einkum viðnám í kvikuganginum undir Holuhrauni og fleira. Allir þessir þættir virka í þá átt að goslok yrðu eitthvað fyrr." Hann ítrekaði svo enn spá sína í bloggi þann 18. janúar síðastliðinn og birti línurit sem sýndi að sig Bárðarbungu hafi verið ótrúlega reglulegt frá upphafi. Jafnan sem Haraldur birti með spá sinni um goslok.Kort Haraldur Sigurðsson.„Jafnan sem fylgir línuritinu sýnir að það sé mjög nærri því að vera hrein lína, með R2 = 0,99968. Það gerist ekki betra í náttúrunni.“ Samkvæmt jöfnu Haraldar yrði línan orðin lárétt eftir um 160 daga frá því að mælingar hófust , sem var 12. september 2014. Þá hættir sigið í Bárðarbungu, eða í byrjun marsmánaðar 2015, skrifaði Haraldur. „Þá er líklegt að gosinu ljúki, því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ sagði Haraldur í janúar. Fjallað var um æviferil Haraldar og Eldfjallasafnið í Stykkishólmi í byrjun febrúar á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Viku síðar fór Haraldur með áhorfendum umhverfis Jökul og sýndi helstu undur í eldgarði Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember í grein á bloggsíðu sinni, þegar hann útskýrði reiknilíkan um goslok í Holuhrauni. Vísindaráð almannavarna lýsti því yfir í morgun að eldgosinu væri lokið. Spá Haraldur hefur því ræst og gat vart verið nákvæmari. Haraldur setti fyrst fram kenningu sína í bloggi þann 11. október að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Fyrsti útreikningur hans í október gerði ráð fyrir goslokum í mars 2015 en mánuði síðar talaði Haraldur um „goslok í lok febrúar eða byrjun mars“, með þessum fyrirvara: „En það eru margir þættir, sem geta haft áhrif á kvikurennslið þegar dregur úr kraftinum, einkum viðnám í kvikuganginum undir Holuhrauni og fleira. Allir þessir þættir virka í þá átt að goslok yrðu eitthvað fyrr." Hann ítrekaði svo enn spá sína í bloggi þann 18. janúar síðastliðinn og birti línurit sem sýndi að sig Bárðarbungu hafi verið ótrúlega reglulegt frá upphafi. Jafnan sem Haraldur birti með spá sinni um goslok.Kort Haraldur Sigurðsson.„Jafnan sem fylgir línuritinu sýnir að það sé mjög nærri því að vera hrein lína, með R2 = 0,99968. Það gerist ekki betra í náttúrunni.“ Samkvæmt jöfnu Haraldar yrði línan orðin lárétt eftir um 160 daga frá því að mælingar hófust , sem var 12. september 2014. Þá hættir sigið í Bárðarbungu, eða í byrjun marsmánaðar 2015, skrifaði Haraldur. „Þá er líklegt að gosinu ljúki, því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ sagði Haraldur í janúar. Fjallað var um æviferil Haraldar og Eldfjallasafnið í Stykkishólmi í byrjun febrúar á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Viku síðar fór Haraldur með áhorfendum umhverfis Jökul og sýndi helstu undur í eldgarði Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54
Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32