Ásakanir um frændhygli: „Rakalaus þvættingur“ Höskuldur Kári Schram skrifar 10. febrúar 2015 18:26 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23
„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57