Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt.
Þeir höfðu samband við tengilið sinn á Akureyri sem hringdi í lögreglu, en lögreglan á Norðurlandi Vestra mat stöðu mannanna svo, meðal annars út frá því að þeir hefðu eldsneyti á bílnum til morguns og því væsti ekki um þá að þeir yrðu að bíða eftir að Vegagerðarmenn færu af stað með morgninum. Þeir lögðu af satð um sex leitið.
Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns
