Björguðu sínum dyggasta stuðningsmanni og eru skyndihjálparmenn ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2015 17:56 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar geta verið stolt af afreki sínu á liðnu ári. Vísir/Daníel Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og fyrrum liðsfélagar hennar í Val hafa verið útnefndar skyndihjálparmenn ársins 2014 af Rauða krossinum. Anna Úrsúla og félagar komu einum dyggasta stuðningsmanni Vals til hjálpar á ögurstundu síðastliðið vor. Æfing var í þann mund að hefjast hjá kvennaliði Vals þegar Anna Úrsúla varð vör við að Guðmundur Helgi Magnússon, 56 ára gamall Valsmaður, virtist missa meðvitund og falla til jarðar. Höfuð hans hafnaði í vegg og blæddi úr því. Guðmundur Helgi hafði verið að skokka í kringum áhorfendapalla Vodafone-hallarinnar á Hlíðarenda þegar hann fékk hjartaáfall. Brugðust Anna og félagar hárrétt við og er Guðmundur Helgi í dag við góða heilsu. Rauði krossinn á Íslandi útnefnir árlega skyndihjálparmann ársins í tilefni 1-1-2 dagsins sem er í dag. Markmiðið með deginum er að kynna mikilvægi neyðarnúmersins 112 og hvernig neyðarlínan nýtist almenningi. Rauði krossinn fær þann heiður að útnefna skyndihjálparmann ársins við tilefnið.Rebekka Rut SkúladóttirGasellustökk Önnu Stefán Arnarsson, þáverandi þjálfari Vals, deildi sinni upplifun á því sem gerðist í bloggfærslu í desember. Hvernig Anna hefði tekið á mikið „gasellustökk“ yfir áhorfendapallana, þegar tekið að athafna sig við Guðmund og kallað á hjálp. Samhæfingin og liðsheildin var greinilega til staðar því á svipstundu fengu allar konurnar sitt hlutverk. Ein hringdi í neyðarlínuna, ein náði í hjartastuðtæki, ein byrjaði að hnoða og ein skar bolinn utan af Guðmundi svo hefja mætti endurlífgun með hjartastuðtæki. „Maðurinn sem missti meðvitund var og er mjög virtur innan hópsins og þ.a.l. var björgunin mjög tilfinningamikil og hafði mikil áhrif á hópinn,“ skrifaði Stefán. „Stelpurnar byrjuðu að hnoða og Rebekka Rut (Skúladóttir) stuðaði einstaklinginn sem leiddi til þess maðurinn komst til meðvitundar um svipað leyti og sjúkrabíllinn mætti á staðinn,“ segir hann. Stefán hafði á orði við það tilefni að ekki væri til meiri sigur en að bjarga mannslífi. „Það er hefð sem fylgir áramótum að velja mann eða konu ársins, hjá mér er valið einfalt, Anna Úrsula, Rebekka Rut og þeir leikmenn sem komu að björguninni eru menn ársins að mínu mati,“ segir Stefán. Rauði krossinn var sammála eins og kemur fram í niðurstöðu þeirra í kjöri á skyndihjálparmanni ársins. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og fyrrum liðsfélagar hennar í Val hafa verið útnefndar skyndihjálparmenn ársins 2014 af Rauða krossinum. Anna Úrsúla og félagar komu einum dyggasta stuðningsmanni Vals til hjálpar á ögurstundu síðastliðið vor. Æfing var í þann mund að hefjast hjá kvennaliði Vals þegar Anna Úrsúla varð vör við að Guðmundur Helgi Magnússon, 56 ára gamall Valsmaður, virtist missa meðvitund og falla til jarðar. Höfuð hans hafnaði í vegg og blæddi úr því. Guðmundur Helgi hafði verið að skokka í kringum áhorfendapalla Vodafone-hallarinnar á Hlíðarenda þegar hann fékk hjartaáfall. Brugðust Anna og félagar hárrétt við og er Guðmundur Helgi í dag við góða heilsu. Rauði krossinn á Íslandi útnefnir árlega skyndihjálparmann ársins í tilefni 1-1-2 dagsins sem er í dag. Markmiðið með deginum er að kynna mikilvægi neyðarnúmersins 112 og hvernig neyðarlínan nýtist almenningi. Rauði krossinn fær þann heiður að útnefna skyndihjálparmann ársins við tilefnið.Rebekka Rut SkúladóttirGasellustökk Önnu Stefán Arnarsson, þáverandi þjálfari Vals, deildi sinni upplifun á því sem gerðist í bloggfærslu í desember. Hvernig Anna hefði tekið á mikið „gasellustökk“ yfir áhorfendapallana, þegar tekið að athafna sig við Guðmund og kallað á hjálp. Samhæfingin og liðsheildin var greinilega til staðar því á svipstundu fengu allar konurnar sitt hlutverk. Ein hringdi í neyðarlínuna, ein náði í hjartastuðtæki, ein byrjaði að hnoða og ein skar bolinn utan af Guðmundi svo hefja mætti endurlífgun með hjartastuðtæki. „Maðurinn sem missti meðvitund var og er mjög virtur innan hópsins og þ.a.l. var björgunin mjög tilfinningamikil og hafði mikil áhrif á hópinn,“ skrifaði Stefán. „Stelpurnar byrjuðu að hnoða og Rebekka Rut (Skúladóttir) stuðaði einstaklinginn sem leiddi til þess maðurinn komst til meðvitundar um svipað leyti og sjúkrabíllinn mætti á staðinn,“ segir hann. Stefán hafði á orði við það tilefni að ekki væri til meiri sigur en að bjarga mannslífi. „Það er hefð sem fylgir áramótum að velja mann eða konu ársins, hjá mér er valið einfalt, Anna Úrsula, Rebekka Rut og þeir leikmenn sem komu að björguninni eru menn ársins að mínu mati,“ segir Stefán. Rauði krossinn var sammála eins og kemur fram í niðurstöðu þeirra í kjöri á skyndihjálparmanni ársins.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira