Björguðu sínum dyggasta stuðningsmanni og eru skyndihjálparmenn ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2015 17:56 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar geta verið stolt af afreki sínu á liðnu ári. Vísir/Daníel Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og fyrrum liðsfélagar hennar í Val hafa verið útnefndar skyndihjálparmenn ársins 2014 af Rauða krossinum. Anna Úrsúla og félagar komu einum dyggasta stuðningsmanni Vals til hjálpar á ögurstundu síðastliðið vor. Æfing var í þann mund að hefjast hjá kvennaliði Vals þegar Anna Úrsúla varð vör við að Guðmundur Helgi Magnússon, 56 ára gamall Valsmaður, virtist missa meðvitund og falla til jarðar. Höfuð hans hafnaði í vegg og blæddi úr því. Guðmundur Helgi hafði verið að skokka í kringum áhorfendapalla Vodafone-hallarinnar á Hlíðarenda þegar hann fékk hjartaáfall. Brugðust Anna og félagar hárrétt við og er Guðmundur Helgi í dag við góða heilsu. Rauði krossinn á Íslandi útnefnir árlega skyndihjálparmann ársins í tilefni 1-1-2 dagsins sem er í dag. Markmiðið með deginum er að kynna mikilvægi neyðarnúmersins 112 og hvernig neyðarlínan nýtist almenningi. Rauði krossinn fær þann heiður að útnefna skyndihjálparmann ársins við tilefnið.Rebekka Rut SkúladóttirGasellustökk Önnu Stefán Arnarsson, þáverandi þjálfari Vals, deildi sinni upplifun á því sem gerðist í bloggfærslu í desember. Hvernig Anna hefði tekið á mikið „gasellustökk“ yfir áhorfendapallana, þegar tekið að athafna sig við Guðmund og kallað á hjálp. Samhæfingin og liðsheildin var greinilega til staðar því á svipstundu fengu allar konurnar sitt hlutverk. Ein hringdi í neyðarlínuna, ein náði í hjartastuðtæki, ein byrjaði að hnoða og ein skar bolinn utan af Guðmundi svo hefja mætti endurlífgun með hjartastuðtæki. „Maðurinn sem missti meðvitund var og er mjög virtur innan hópsins og þ.a.l. var björgunin mjög tilfinningamikil og hafði mikil áhrif á hópinn,“ skrifaði Stefán. „Stelpurnar byrjuðu að hnoða og Rebekka Rut (Skúladóttir) stuðaði einstaklinginn sem leiddi til þess maðurinn komst til meðvitundar um svipað leyti og sjúkrabíllinn mætti á staðinn,“ segir hann. Stefán hafði á orði við það tilefni að ekki væri til meiri sigur en að bjarga mannslífi. „Það er hefð sem fylgir áramótum að velja mann eða konu ársins, hjá mér er valið einfalt, Anna Úrsula, Rebekka Rut og þeir leikmenn sem komu að björguninni eru menn ársins að mínu mati,“ segir Stefán. Rauði krossinn var sammála eins og kemur fram í niðurstöðu þeirra í kjöri á skyndihjálparmanni ársins. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og fyrrum liðsfélagar hennar í Val hafa verið útnefndar skyndihjálparmenn ársins 2014 af Rauða krossinum. Anna Úrsúla og félagar komu einum dyggasta stuðningsmanni Vals til hjálpar á ögurstundu síðastliðið vor. Æfing var í þann mund að hefjast hjá kvennaliði Vals þegar Anna Úrsúla varð vör við að Guðmundur Helgi Magnússon, 56 ára gamall Valsmaður, virtist missa meðvitund og falla til jarðar. Höfuð hans hafnaði í vegg og blæddi úr því. Guðmundur Helgi hafði verið að skokka í kringum áhorfendapalla Vodafone-hallarinnar á Hlíðarenda þegar hann fékk hjartaáfall. Brugðust Anna og félagar hárrétt við og er Guðmundur Helgi í dag við góða heilsu. Rauði krossinn á Íslandi útnefnir árlega skyndihjálparmann ársins í tilefni 1-1-2 dagsins sem er í dag. Markmiðið með deginum er að kynna mikilvægi neyðarnúmersins 112 og hvernig neyðarlínan nýtist almenningi. Rauði krossinn fær þann heiður að útnefna skyndihjálparmann ársins við tilefnið.Rebekka Rut SkúladóttirGasellustökk Önnu Stefán Arnarsson, þáverandi þjálfari Vals, deildi sinni upplifun á því sem gerðist í bloggfærslu í desember. Hvernig Anna hefði tekið á mikið „gasellustökk“ yfir áhorfendapallana, þegar tekið að athafna sig við Guðmund og kallað á hjálp. Samhæfingin og liðsheildin var greinilega til staðar því á svipstundu fengu allar konurnar sitt hlutverk. Ein hringdi í neyðarlínuna, ein náði í hjartastuðtæki, ein byrjaði að hnoða og ein skar bolinn utan af Guðmundi svo hefja mætti endurlífgun með hjartastuðtæki. „Maðurinn sem missti meðvitund var og er mjög virtur innan hópsins og þ.a.l. var björgunin mjög tilfinningamikil og hafði mikil áhrif á hópinn,“ skrifaði Stefán. „Stelpurnar byrjuðu að hnoða og Rebekka Rut (Skúladóttir) stuðaði einstaklinginn sem leiddi til þess maðurinn komst til meðvitundar um svipað leyti og sjúkrabíllinn mætti á staðinn,“ segir hann. Stefán hafði á orði við það tilefni að ekki væri til meiri sigur en að bjarga mannslífi. „Það er hefð sem fylgir áramótum að velja mann eða konu ársins, hjá mér er valið einfalt, Anna Úrsula, Rebekka Rut og þeir leikmenn sem komu að björguninni eru menn ársins að mínu mati,“ segir Stefán. Rauði krossinn var sammála eins og kemur fram í niðurstöðu þeirra í kjöri á skyndihjálparmanni ársins.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira