Lars um 38 ára þjálfaraferil: Mín bestu ár verið á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 15:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2016 síðasta vetur. Það pakkaði Tyrklandi og Lettlandi saman, 3-0, og vann svo sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í Dalnum. Spennan var mikil fyrir leikinn gegn Tékklandi úti sem var barátta um efsta sæti riðilsins fyrir langt frí frá landsleikjum. Þar töpuðu strákarnir okkar, 2-1.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sín og því rak ég hann heim Í fyrirlestri sínum á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær, þar sem Svíinn var gestafyrirlesari, talaði hann um leikina gegn Hollandi og Tékklandi. „Þegar við spiluðum á móti Hollandi var stuðullinn 5,60 á sigur okkar en 1,60 á sigur Hollands,“ sagði hann, en fæstir bjuggust við sigri okkar manna. „Þegar svona er í pottinn búið er auðvelt að hvetja leikmenn áfram. Við sögðum við þá að láta bara fæturnar tala fyrir þá. Það skipti engu máli hvort Hollendingarnir sögðust vera betri eða fjölmiðlarnir sögðu okkur ekki geta unnið. Þeir áttu bara að fara út á völl og vinna leikinn.“Lars hefur notið þess að þjálfa þessa stráka.vísir/andri marinóLiðið fór ansi hátt eftir sigurinn. Umfjöllunin var gríðarleg og komst Ísland í 28. sæti heimslistans. Svo hátt hafði það aldrei komist áður og var það í einn mánuð besta landslið Norðurlanda samkvæmt FIFA-listanum. „Það er alltaf hættulegt þegar vel gengur því þá vill verða að menn einbeiti sér ekki alveg 100 prósent. Ég veit samt ekki hvort það var ástæðan fyrir tapinu gegn Tékklandi. En það sem gerist er að menn sækja ekki jafn mikið. Og það fannst mér gerast gegn Tékkum. Það vantaði að taka frumkvæði og það gerist þegar menn halda sig betri en þeir eru,“ sagði Lars. „Maður þarf alltaf að leggja sig 100 prósent fram til að koma í veg fyrir mistök. Vanalega koma mörk eftir mistök eða lið hefur misst boltann. Maður er svo mikið án boltans og því verða menn að einbeita sér.“ Hann kom inn á einkalíf leikmanna og sagði þá verða að fá að reyna að lifa venjulegu lífi. Þeir væru aftur á móti í þessu til að vinna og þyrftu því að haga sér eins og menn. „Það fer mikil orka í þetta og því geta menn ekki verið að drekka og skemmta sér. Auðvitað verða menn að fá að lifa lífinu eins og fólk en þegar við erum saman verða menn að einbeita sér. Við spilum fyrir Ísland og ætlum okkur á EM.“ Lars Lagerbäck hóf þjálfaraferilinn fyrir 38 árum þegar hann tók við Kilafors IF í heimalandinu. Hann þjálfaði sænska landsliðið í ellefu ár og kom því fimm sinnum á stórmót auk þess sem hann stýrði Nígeríu á HM 2010. Árin fjögur á Íslandi hafa þó glatt hann mest. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera hér á Íslandi, bæði hér með ykkur í dag og að þjálfa landsliðið. Þessi ár með íslenska liðið hafa líklega verið mín bestu á ferlinum. Hér hefur verið yndislegt að starfa,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira