Innlent

Með rúmt kíló af kókaíni í ferðatösku

Atli Ísleifsson skrifar
Þórarinn var staðinn að innflutningi á rúmlega einu kílói af kókaíni, 2,6 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni og 2,3 grömmum af hassi.
Þórarinn var staðinn að innflutningi á rúmlega einu kílói af kókaíni, 2,6 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni og 2,3 grömmum af hassi. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þórarni Einarssyni sem hlaut átján mánaða dóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Þórarinn var staðinn að innflutningi á rúmlega einu kílói af kókaíni, 2,6 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni og 2,3 grömmum af hassi, en einnig fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Þórarinn var reyndi að flytja efnin með flugi frá Kaupmannahöfn og voru þau falin í plasthliðum á ferðatösku, en hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar.

Í dómsorðum segir að undir rekstri málsins fyrir Hæstarétti hafi Þórarinn óskað eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta sakhæfi sitt. Voru niðurstöður matsmanns í megindráttum þær að Þórarinn væri sakhæfur og að geðræn einkenni hans útilokuðu ekki að refsing kæmi að gagni.

„Að virtu því mati og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms var niðurstaða héraðsdóms staðfest um sakfellingu [Þórarins] og honum gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. Þá var hann sviptur ökurétti í 12 mánuði og gerð upptæk þau fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.“

Dómur féll í héraði í janúar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×