Innlent

Unglingspiltur skorinn á höndum eftir árás föður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Faðirinn varði nóttinni í fangageymslum og verður yfirheyrður þegar að ástand hans gefur tilefni til þess. Árásin varð í Hafnarfirði.
Faðirinn varði nóttinni í fangageymslum og verður yfirheyrður þegar að ástand hans gefur tilefni til þess. Árásin varð í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í nótt í Hafnarfirði eftir að hafa ráðist á son sinn á unglingsaldri. Fleiri börn voru á heimilinu en lögrelgan flokkar málið sem heimilisofbeldi.

Faðirinn varði nóttinni í fangageymslum og verður yfirheyrður þegar að ástand hans gefur tilefni til þess. Unglingspilturinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en hann var skorinn á höndum.

Sjá einnig:Kona handtekinn í Hafnarfirði vegna mannsláts

Þá varð kona á fertugsaldri í Kópavogi fyrir líkamsárás af hendi fyrrum sambýlismanns hennar sem er á fimmtugsaldri. Hann var farinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á svæðið. Meiðsli konunnar muni ekki hafa verið þess eðlis að hún hafi þurft að leita til læknis.

Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort maðurinn hafi verið handtekinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×