Íslendingur í Kaupmannahöfn: „Maður er pínu skelkaður“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2015 10:55 Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson býr í Kaupmannahöfn Vísir/afp „Maður er pínu skelkaður,“ segir Helgi Ómarsson ljósmyndari vegna atburða gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn þar sem tveir féllu í skotárásum. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. „Ég hélt mér inni í gær. Ég ætlaði út en hætti við,“ segir Helgi sem býr í Kaupmannahöfn. „Ég bý sem betur fer ekki nálægt þessu en kærastinn minn var úti í gær og hann komst ekki heim af því að lestarstöðinni var lokað og lögreglan var úti um allt. Þetta var svolítið klikkað laugardagskvöld.“Kári Gunnarsson.Var á barnum Kári Gunnarsson tryggingastærðfræðingur býr í Kaupmannahöfn en lögreglan felldi mann nærri lestarstöðinni á Norðurbrú í grennd við heimili Kára. Hann var á bar í bænum á öðrum tímanum í nótt þegar honum bárust skilaboð frá móður sinni. „Hún spurði hvar ég væri og hvort ekki væri allt í lagi. Þá fór maður í símann og skoðaði hvað væri að gerast,“ segir Kári sem hafði heyrt af árásinni við Krudttönden-leikhúsið fyrr um daginn en lét það ekki stöðva för sína í bæinn. „Þegar maður svo frétti að þetta væri í miðbænum, ekkert alltof langt frá þá ákvað maður að fara heim og flestir sem voru með mér komu sér heim þegar þetta fréttist.“ Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn. 15. febrúar 2015 08:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
„Maður er pínu skelkaður,“ segir Helgi Ómarsson ljósmyndari vegna atburða gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn þar sem tveir féllu í skotárásum. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. „Ég hélt mér inni í gær. Ég ætlaði út en hætti við,“ segir Helgi sem býr í Kaupmannahöfn. „Ég bý sem betur fer ekki nálægt þessu en kærastinn minn var úti í gær og hann komst ekki heim af því að lestarstöðinni var lokað og lögreglan var úti um allt. Þetta var svolítið klikkað laugardagskvöld.“Kári Gunnarsson.Var á barnum Kári Gunnarsson tryggingastærðfræðingur býr í Kaupmannahöfn en lögreglan felldi mann nærri lestarstöðinni á Norðurbrú í grennd við heimili Kára. Hann var á bar í bænum á öðrum tímanum í nótt þegar honum bárust skilaboð frá móður sinni. „Hún spurði hvar ég væri og hvort ekki væri allt í lagi. Þá fór maður í símann og skoðaði hvað væri að gerast,“ segir Kári sem hafði heyrt af árásinni við Krudttönden-leikhúsið fyrr um daginn en lét það ekki stöðva för sína í bæinn. „Þegar maður svo frétti að þetta væri í miðbænum, ekkert alltof langt frá þá ákvað maður að fara heim og flestir sem voru með mér komu sér heim þegar þetta fréttist.“
Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn. 15. febrúar 2015 08:25 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41
Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum gærdagsins og næturinnar í Kaupmannahöfn. 15. febrúar 2015 08:25