Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 13:15 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira