Fótbolti

Ráðist á leikmenn inn í búningsklefa

Stuðningsmenn Flamengo eru skrautlegir eins og sjá má.
Stuðningsmenn Flamengo eru skrautlegir eins og sjá má. vísir/getty
„Brasilískur fótbolti er til skammar," sagði markvörðurinn Ricardo Berna sem stendur á milli stanganna hjá Macae.

Hann og félagar hans spiluðu gegn Flamengo um helgina en undirbúningur liðsins fyrir leik var langt frá því að vera hefðbundinn.

Er þjálfari liðsins var að messa yfir sínum mönnum fyrir leikinn ruddust stuðningsmenn Flamengo inn í búningsklefa Macae.

Stuðningsmennirnir réðust á leikmenn og þjálfara liðsins, lömdu þá og stálu síðan varningi úr klefanum.

Þrátt fyrir þessa uppákomu fór leikurinn fram og endaði með 1-1 jafntefli. Nokkrir leikmenn Macae voru með plástra á sér eftir árásina.

Forsvarsmenn Flamengo ætla ekkert að aðhafast í málinu fyrr en búið er að rannsaka málið frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×