Innlent

Vill ekki leyfa innflutning á sænsku munntóbaki: „Betur sett án þess“

Birgir Olgeirsson skrifar
Neftóbak er einnig notað sem munntóbak hér á landi.
Neftóbak er einnig notað sem munntóbak hér á landi. Vísir/GVA
„Ég held að við værum mikið betur sett án þess,“ sagði Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, í Reykjavík síðdegis í dag þar sem ummæli Hannesar Hjartarsonar, háls-, nefs- og eyrnalæknis, voru borin undir hann. Hannes heldur því fram að það sé órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki vegna þess að rannsóknir hafa sýnt engin tengsl á milli krabbameins og neyslu á sænsku munntóbaki.

Viðar benti á að innflutningur á þessu tóbaki sé bannaður inna evrópska efnahagssvæðisins en Svíar og Norðmenn séu á undanþágu. Hann sá enga ástæðu til að leyfa þetta sænska munntóbak á Íslandi og sagði landann betur settan án þess.

Þegar hann var spurður hvort ekki væri rétt að leyfa notkun á sænsku munntóbaki, sem hefur verið rannsakað, í stað þess íslenska sem ekki hefur verið rannsakað benti Viðar á að íslenska neftóbakið sé unnið úr sænskri hrávöru. Þegar sænska hrátóbakið er komið til Íslands er sett út í það salt, ammoníak og pottaska.

Hann sagði ekki ráðlegt að bera saman skaðsemi af reykingum og munntóbaki, frekar ætti að bera saman þá sem nota tóbak og þá sem ekki nota það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×