„Dómurinn var og er gildur dómur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 12:54 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. „Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29