Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 14:25 Mikið útstreymi af gasi kemur frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. Vísir/Guðbergur Davíðsson Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Sjá meira
Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Sjá meira
Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01
Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55