Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2014 21:24 Hér má sjá móðuna eins og hún leit út á föstudaginn. Mynd/Edda Kr. Björnsdóttir Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira