Innlent

Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Anton
Rannsókn lögreglu á meintum brotum lögreglumanns í starfi á Seyðisfirði er vel á veg kominn. Maðurinn hefur þó enn ekki verið yfirheyrður. Þetta segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, aðspurður um stöðu rannsóknarinnar.

„Fyrst þurfum við að hafa gögnin til að geta talað við hann af viti,“ segir Jónas um hvort lögregluþjóninn hefur verið yfirheyrður. Málið hefur verið til rannsóknar síðan í lok ágústmánaðar þegar málinu var vísað til lögreglunnar á Eskifirði frá ríkissaksóknara.

Jónas segist reikna með að rannsókn ljúki í síðari hluta næstu viku. Lögreglumaðurinn er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en Jónas segist ekki geta gefið upplýsingar um hversu háar fjárhæðir um ræðir.

Lögreglumaðurinn hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur yfir.


Tengdar fréttir

Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa

Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×