Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2015 09:55 Vísir Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Þetta var ákveðið á fundi snemma í morgun með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Birni Blöndal formanni borgarráðs, oddvitum allra flokka í borgarstjórn, Haraldi Líndal bæjarstjóra í Hafnrfirði og Bryndísi Haraldsdóttur formanni stjórnar Strætó B.S.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan Einnig var ákveðið að Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu færi fyrir neyðarstjórninni. Fréttastofa náði tali af Stefáni Eiríkssyni sem vildi ekki tjá sig vegna málsins. Borgarráð situr nú á fundi þar sem nýjasta hneykslið í þjónustu Strætó við fatlaða er m.a. til umræðu og að þeim fundi loknum mun áður nefndur hópur sem fundaði í morgun, koma saman á nýjan leik. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra vegna þjónustu Strætó við fatlaða, en ekki liggur fyrir hvort Dagur hafi samþykkt slíkan fund né hvenær sá fundur verður haldinn verði borgarstjóri við ósk ráðherra.Uppfært klukkan 11:05 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.Tilkynning frá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg harmar það alvarlega atvik sem varð í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks í gær og biður hlutaðeigandi innilega afsökunar á atvikinu. Ljóst er orðið að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra ferðaþjónustunnar heldur varð einnig misbrestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk þess er ljóst að verkferlum er ábótavant. Í morgun var haldin fundur með fulltrúum Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem farið var yfir málið. Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó. Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka. • Tillagan gerir ráð fyrr því að skipuð verði sérstök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. • Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd • Stjórnin hafi einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar • Farið verði í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. • Sérstök úttekt verði gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu. Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Þetta var ákveðið á fundi snemma í morgun með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Birni Blöndal formanni borgarráðs, oddvitum allra flokka í borgarstjórn, Haraldi Líndal bæjarstjóra í Hafnrfirði og Bryndísi Haraldsdóttur formanni stjórnar Strætó B.S.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan Einnig var ákveðið að Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu færi fyrir neyðarstjórninni. Fréttastofa náði tali af Stefáni Eiríkssyni sem vildi ekki tjá sig vegna málsins. Borgarráð situr nú á fundi þar sem nýjasta hneykslið í þjónustu Strætó við fatlaða er m.a. til umræðu og að þeim fundi loknum mun áður nefndur hópur sem fundaði í morgun, koma saman á nýjan leik. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra vegna þjónustu Strætó við fatlaða, en ekki liggur fyrir hvort Dagur hafi samþykkt slíkan fund né hvenær sá fundur verður haldinn verði borgarstjóri við ósk ráðherra.Uppfært klukkan 11:05 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.Tilkynning frá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg harmar það alvarlega atvik sem varð í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks í gær og biður hlutaðeigandi innilega afsökunar á atvikinu. Ljóst er orðið að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra ferðaþjónustunnar heldur varð einnig misbrestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk þess er ljóst að verkferlum er ábótavant. Í morgun var haldin fundur með fulltrúum Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem farið var yfir málið. Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó. Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka. • Tillagan gerir ráð fyrr því að skipuð verði sérstök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. • Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd • Stjórnin hafi einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar • Farið verði í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. • Sérstök úttekt verði gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu.
Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46